Goðasteinn - 01.09.2010, Page 195

Goðasteinn - 01.09.2010, Page 195
193 Goðasteinn 2010 reikninga fyrir Mjólkubúið, heldur teiknaði hann flestar umbúðir mjólkurvara fyrirtækisins um áratuga skeið. Jóndi var sóknarnefndarformaður, hringjari og meðhjálpari við Breiðaból- staðarkirkju um hálfrar aldar skeið. Þau störf sem hann innti af hendi fyrir kirkju og sókn verða seint full þökkuð. Jón var fremur hávaxinn maður, lítið eitt lotinn á efri árum, svipurinn mild- ur og vingjarnlegur og stutt var í glettnislegt brosið; hann var viðræðugóður og áhugasamur um viðhorf annarra, hann þekkti fjölda fólks á förnum vegi, heils- aði kumpánlega nýju fólki eða grönnum, hann var áræðinn í listinni og opinn fyrir nýjungum þótt íhaldssamur væri. Það var háttur hans að leggja sig allan í það sem hann tók sér fyrir hendur hverju sinni, hálfvelgja var honum fjarri; hlutirnir urðu að ganga hratt, greiðlega og hnökralaust fyrir sig. Hann naut hins smáa og hversdagslega, einnig úti í náttúrunni. Þar skynjaði hann af næmleika listamannsins máttugan samhljóm lita, forms og tóna í náttúrunnar ríki. Jón lést 1. apríl 2009 og fór útför hans fram frá Breiðabólstaðarkirkju 11. apríl 2009. Sr. Önundur Björnsson Jón Sigurðsson frá Leirum. Hann fæddist 16. júlí 1933 foreldrum sínum í gamla bænum á Leirum, Sigurði Jónssyni frá Ásólfsskála og Guðrúnu Maríu Ólafsdóttur frá Leirum. Hann var elst- ur fjögurra systkina, en systur hans voru: Málfríður Erna, sem andaðist 2007 og Margrét Sesselja og Þor- björg Fjóla. Foreldrar hans fluttu 1938 að næsta bæ Nýlendu og bjuggu þar til 1957, en þá fluttu þau aftur að Leirum. Jón tókst á við námið heima, í skóla og á heim- ilinu hjá foreldrum sínum og fór síðan ungur að sækja vinnu útífrá, til Vestmannaeyja á vertíðir og vegavinnu, en reyndi jafnframt að koma heim til hjálpar við heyskap og þegar á reyndi við hin ýmsu störf. Hann stefndi á að verða bóndi á Leirum og þegar Eggert heitinn á Þorvalds- eyri kom óbeðinn til hans og bauðst til að lána honum fyrir útborgun á jörðinni, keypti hann jörðina af móðurbróður sínum 1957 og stækkaði búið þar með foreldrum sínum. Þessari heimsókn Eggerts gleymdi Jón aldrei. Vorið 1964 dó faðir hans og um haustið fuku öll útihús af jörðinni í aftakaveðri, þannig að árið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.