Goðasteinn - 01.09.2010, Side 218
216
Goðasteinn 2010
magni eða kvöldferðir hans á vorin út í náttúruna, þar sem hann vildi vera einn
að planta, gróðursetja plöntur, skoða steinana og hlusta á raddir vorsins, svo
sæll með sitt hlutskipti.
Hann sá um kartöflurnar í spíringu og garðyrkjuna og þegar tími uppsker-
unnar kom, tók hann upp og færði í eldhús húsmóðurinnar, fór einn til berja á
haustin og vitjaði svartra lynga, sem hann einn vissi hvar voru og þegar hús-
móðirin var búin að vinna saft úr berjunum vildi Siggi fá hratið, sem hann sáði
í heiðina.
Hann sá um fjósið á Þorvaldseyri svo lengi sem hann hafði þrótt til. Hann-
virtist aldrei verða veikur og klæddi sig ekki frá kulda, heldur vann sér til hita.
Hann tók þátt í ungmenna- og slysavarnafélagsstörfum í sveitinni og vildi leggja
öllum framfaramálum lið, fylgdist vel með og var vel lesinn en jafnframt dulur
og til baka, nema við sérstakar aðstæður með vinum sínum og heimafólki.
Eftir andlát Eggerts 1997 reyndi hann að vera styrkur Ingibjargar og henni til
hjálpar á heimili hennar, en á heimilinu hafði hann alltaf verið í þjónustu hennar
frá því að hún kom að Þorvaldseyri 1949.
2005 flutti hann á Kirkjuhvol og andaðist þar að morgni 8. júní 2009. Útför
hans fór fram frá Eyvindarhólakirkju 20. júní.
Sr. Halldór Gunnarsson
Steinþór Runólfsson
Steinþór Runólfsson fæddist á Berustöðum í Ása-
hreppi 14. mars 1932. Foreldrar hans voru Runólfur
Þorsteinsson og Anna Stefánsdóttir. Steinþór var næst
yngstur í hópi sjö systkina, þau eru: Ingigerður fædd
1922, látin, Stefán fæddur 1924, látinn, Margrét fædd
1926, Þorsteinn fæddur 1927, látinn, Ólafur fæddur
1929 og Trausti fæddur 1933.
Steinþór ólst upp á Berustöðum, vann þar hefðbund-
in sveitastörf og var viljugur til verka. Hann fór til náms
að Héraðsskólanum á Skógum, eitt sumar dvaldi hann
í Danmörku og kynnti sér danskan landbúnað. Hann nam við Bændaskólann
á Hvanneyri og lauk þaðan prófi sem búfræðingur 1955, fór síðar í framhalds-
deild og útskrifaðist sem búfræðikandidat 1957.
Hann kvæntist eftirlifandi eignkonu sinni Guðrúnu Pálsdóttur, 25. október
1958. Foreldar hennar voru Páll Jónsson og Sigríður Guðjónsdóttir. Þau Stein-
þór og Guðrún bjuggu fyrst á Berustöðum en 1960 fluttu þau að Laufksálum