Bændablaðið - 10.10.2024, Blaðsíða 19
Birgir Grétar Ottósson matreiðslumeistari
kynntist Active JOINTS frá Eylíf þegar
hann las umfjallanir fólks um vöruna
í fjölmiðlum. Hann ákvað að prófa og
sér ekki eftir því þar sem líðanin hefur
breyst mikið til hins betra.
Birgir sem er 77 ára útskýrir að verkir sem hafa
verið að hrjá hann síðustu ár séu tilkomnir vegna
þess að það vantar brjósk á milli neðstu hryggjarliða.
„Auk þess er búið að skipta um báða mjaðmarliði,“
segir hann. „Nákvæmlega 17. apríl byrjaði ég að
taka Active JOINTS frá Eylíf og tveimur mánuðum
síðar, 17. júní, fann ég að verkirnir voru horfnir,“
greinir hann frá.
Birgir segist hafa verið svo ánægður með
árangurinn að hann gaf bæði konu sinni og syni
Active JOINTS til að prófa. Hann hafði átt erfitt
með gang og þreyttist fljótt, engu að síður stundar
hann sundlaugarnar daglega. „Á veturna fer ég
líka í ræktina þrisvar í viku. Mér finnst þetta gera
mér gott og Active JOINTS styður við þjálfunina.
Núna get ég labbað langar leiðir án þess að finna
til,“ segir hann og bætir við: „Ég hætti að vinna
sjötugur en hefði líklega þurft að hætta tíu árum
fyrr ef ég hefði ekki ræktað líkamann með því
að synda og fara í heitu pottana. Þegar ég sá í
blöðunum að fólk á öllum aldri var að taka inn
Active JOINTS og mæla með því var ég ákveðinn
í að prófa. Ég hafði reynt önnur fæðubótarefni
fyrir liðina en fékk ekki sömu virkni og nú. Ég hef
ekkert nema gott að segja um Active JOINTS og
get vel mælt með því.“
„Ég byrjaði að synda í febrúar 2008 og
fann strax að það hentaði mér vel. Ef ég
kemst ekki í sundið þá vantar eitthvað í
lífið en ég syndi 400 metra daglega,“ segir
Birgir sem er þakklátur fyrir að hafa fundið
Active JOINTS líka. „Allt hjálpast að,“
segir hann og er þakklátur fyrir að varan er
hundrað prósent unnin úr íslenskum
náttúruefnum.
„Ég ætla sannarlega að halda áfram að taka inn
Active JOINTS og vona að ég verði jafn hress
og fósturfaðir minn norður í Skagafirði en hann
vantaði fimm daga í 99 ár þegar hann lést. Hann
hætti að aka bíl þegar hann var 97 ára,“ segir Birgir
hressilegur.
Birgir Grétar
Ottósson
Ánægður með virknina
Ég vann sem rekstrarstjóri og vann langar vaktir,
var mikið á ferðinni og var orðin mjög slæm í
hnénu að ég tók stundum hátt í 10 verkjatöflur á
dag og svaf mjög slitrótt vegna verkja.
Ég var á leiðinni í hnéliðskipti þegar ég
byrjaði að taka Active JOINTS síðasta
sumar. Ég sá auglýsingu með Active
JOINTS og hugsaði með mér ég hef
engu að tapa og ákvað að prófa Active
JOINTS frá Eylíf. Það var alveg ótrúlega
góður árangur sem ég fann fljótlega eða
eftir ca 2-3 vikur. Í september þá var ég
farin að sofa betur og var orðin það góð
að ég þurfti ekki lengur að taka verkja-
töflur alla daga.
Einnig finn ég mikinn mun á mér og líður almennt
mikið betur líkamlega og andlega. Núna fer ég í
jóga og get gert allar æfingar sem ég gat aldrei
gert áður. Mér finnst orðið svo auðvelt að hreyfa
mig og núna get ég gengið um allt án vandræða,
sem ég gat ekki gert áður. Ég finn svo mikinn mun
á mér, mér líður svo miklu betur, ég hef miklu meiri
liðleika sem eru mikil lífsgæði fyrir mig.
Ég mæli 100% með vörunum frá Eylíf.
Eins og í lygasögu
Vörulínan frá Eylíf
Vörulínan Eylíf býður upp á fimm vörur, Active JOINTS,
Stronger BONES, Smoother SKIN & HAIR, Happier GUTS
og Stronger LIVER, allt vörur sem hafa reynst fólki vel.
Íslensku hráefnin sem notuð eru í allar Eylíf vörurnar eru:
• Kalkþörungar frá Bíldudal
• Smáþörungar (Astaxanthin) frá Reykjanesbæ
• GeoSilica kísill frá Hellisheiði
• Kollagen frá Grindavík og Sauðárkróki
• Kítósan frá Siglufirði
• Íslenskar jurtir handtíndar frá fjölskyldufyrirtæki í Hafnarfirði
Hrein íslensk
fæðubót frá Eylíf
Ókeypis heimsending á eylif.is ef keypt er fyrir 7500 kr
eða meira
Eylíf vörurnar fást í öllum apótekum, Hagkaup, Krónunni,
Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum og Nettó
Vörurnar eru unnar úr hreinum, íslenskum hráefnum,
engum aukaefnum er bætt við og framleiðslan er á Grenivík.
„Vinsælasta varan er Active JOINTS sem inniheldur fjögur
íslensk næringarefni og margra ára rannsóknir sýna fram
á staðfesta virkni þeirra. Við vöndum til verka og sækjum
í sjálfbærar auðlindir úr sjó og af landi. Við notum hreina,
íslenska náttúruafurð, hrein hráefni sem eru framleidd af
viðurkenndum íslenskum framleiðendum.“
Ólafía
Ingólfsdóttir