Bændablaðið - 10.10.2024, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 10.10.2024, Blaðsíða 33
33ViðtalBændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024 „Fyrri eigendur voru búin að nýta mest af mjólkurkvótanum sem fylgdi við kaupin og við fengum því einungis lítinn hluta hans í ár.“ Rebekka tekur undir og segir það þó alltaf hafa verið á hreinu hvað myndi fylgja með jörðinni, seljendur nýttu kvótann fram að 1. júlí þegar þau tóku við. Þau séu þó í óvissu með afkomu eftir að kvótinn er fullnýttur en þar spili inn í ákvörðun á verði fyrir umframmjólk. Dregur úr nýliðun í landbúnaði Íslenska greiðslumarkskerfið hefur verið gagnrýnt fyrir ýmsa ágalla og það þykir ekki það auðveldasta fyrir nýgræðinga í greininni. Rebekka og Jack benda á að mjólkurkvótar séu dýrir og takmarki nýliðun í greininni enda eigi nýir bændur oft erfitt með rekstur þar sem þeir þurfa að fjárfesta í greiðslumarki auk annarra kostnaðarliða. Þannig takmarki kerfið möguleika bænda á að auka framleiðslu sína, jafnvel þótt eftirspurn eftir mjólkurvörum sé mikil. „Þetta leiðir til þess að framleiðsla er stöðluð, sem getur hindrað nýsköpun og þróun í mjólkuriðnaðinum. Opinber stuðningur þyrfti að vera meiri.“ Jack veltir fyrir sér ýmsu varðandi íslensk nautgripabú og tekur fram að í Englandi hefðu þau vart getað fengið lán til kaupanna á Hólmahjáleigu. Þar séu bændur fæddir í starfið. Biblía landbúnaðar Það er þó sitthvað sem hann vill innleiða í sinn búskap frá heimalandinu og mælir með að fólk líti á vefsíðuna ahdb.org.uk. Þar sé um að ræða svokallaða biblíu landbúnaðar í Englandi sem geymi ógrynni nytsamlegra upplýsinga. Hann nefnir til dæmis auknar rýmiskröfur í fjósum ytra. „Þegar kemur að því að ég breyti fjósinu hér mun ég hafa það í huga, auk þess að steypa gólfið og setja mykjulón fyrir utan sem er mun hagstæðara og heilsusamlegra í heildina. Það þarf nefnilega að gæta þess að kýrnar fái hreint loft en andi ekki stöðugt að sér menguðu lofti frá sínum eigin úrgangi. Það þætti ekki heilsusamlegt fyrir mannskepnuna að anda í sífellu að sér þeim gastegundum sem myndast úr eigin afturenda og þess þá heldur fyrir kýrnar með sína gasmengun. Það getur valdið súrefnis- eða orkuskorti sem ég hef tekið eftir í kúm hérlendis. Annað sem ég hef tekið eftir er að fleiri bændur þyrftu að geta tileinkað sér að framkvæma fleiri hluti sjálfir og spara sér með því ýmsan kostnað. Til dæmis bæði sæðingar og svo klaufsnyrtingu, en rannsóknir hafa sýnt að góð klaufhirða bætir líðan kúnna auk þess að auka nyt þeirra um allt að einn lítra mjólkur daglega.“ Jack segist stefna á að rækta naut sem eiga að geta verið úti allan ársins hring. „Landið okkar er mjög gjöfult og ég sé fyrir mér að byggja skýli þar sem þau geta haldið við. Naut geta vanist á að vera utandyra frá unga aldri og upplagt að nýta þetta stóra land sem við eigum. Í skýlinu yrði auðvitað hey og einhver aðstaða, en þetta eru dýr sem geta vel staðið af sér veturinn. Fyrst af öllu þurfum við þó að finna út úr mjólkurkvótamálunum, svo get ég farið að hefja ræktun og byggja skýli,“ segir Jack sem hefur augljóslega skýra sýn á framtíðina. „Við erum heilt yfir heppin með landið okkar og hvort annað,“ segir Jack og Rebekka tekur undir. Þau eru að sama skapi afar ánægð með lánveitingu Byggðastofnunar og hvetja þá sem áhuga hafa að kynna sér málið. Ferlið segja þau auðvelt og aðstoð auðfáanlega ef spurningar vakna. Almennilegt kaos Það má þó ekki gleyma að með Hólmahjáleigu fylgdi einnig fimmtíu hesta hjörð, en umsjón hennar er alfarið í höndum Rebekku. „Það kom mér skemmtilega á óvart að eignast allt í einu heilt stóð! Mér hefur alltaf þótt gaman af hestum og eignaðist minn fyrsta hest fyrir nokkrum árum, sem lifði þó því miður ekki lengi. Þá fékk ég hann Lokk minn sem er mikið yndi og svo á ég núna heila fimmtíu í viðbót sem var skemmtilegt viðbrigði,“ segir Rebekka og hlær. „Þetta gengur ágætlega hjá mér – þetta eru hryssur sem mér tókst að koma öllum inn í gerðið og það er búið að snyrta á þeim hófana og svona. Þær voru mishressar með þetta í fyrstu, enda sumar ungar og óvanar nokkurri meðhöndlun. Þarna er að finna ægilega gullmola inn á milli og svo eru þarna um tuttugu folöld sem þarf að temja eða selja. Þetta kemur allt í ljós,“ segir hún. Níu hænsnfuglar eru einnig á bænum, kettlingurinn Kitler, hvolpurinn Arló og kötturinn Brandur sem veit ekkert betra en að vera sleiktur þéttingsfast af kúnum og því heldur klístraður dags daglega. „Þetta er almennilegt kaos sem við höfum gaman af að takast á við,“ segir Rebekka að lokum. LOFTPRESSUR Í ÚRVALI DALVEGI 10-14 I 201 KÓPAVOGUR SÍMI: 510 5100 I FALKINNISMAR.IS IDNVELAR.IS 5hlutir sem Rebekka getur ekki verið án 1. Jack, hann er kletturinn minn, kann allt og veit allt og kemur manni til að hlæja alla daga. 2. Róbótinn, ég er sárfegin að þurfa ekki að handmjólka 50 kýr kvölds og morgna! 3. Traktorinn, ekki heyjum við, ýtum svo rúllu inn af túni og inn í fjós sjálf, þá væri maður sko orðin að vöðvabúnti. 4. Kálfafóstran er algjör snilld! Kálfarnir fá sjálfsafgreiðslu. 5. Dýrin: Arló, sem réttir mér skóna á morgnana, Lokkur, sem ber mig á bakinu og lyftir af herðum mér öllum áhyggjum lífsins stundarkorn og Kitler, sem malar á öxlinni á mér eftir langan dag. Hænurnar eru alls níu talsins og njóta lífsins í kofanum sínum fyrir aftan þau Rebekku og Jack. Fremst á myndinni strunsar kötturinn Brandur í burtu, ef til vill á leið í fjósið til að verða sleiktur. Bærinn Hólmahjáleiga við falleg birtuskil. Rebekka og hesturinn Lokkur. ... það er mjög mikilvægt að Rebekka borði reglulega stað- góðar máltíðir svo hún verði nú ekki „hangry“ ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.