Bændablaðið - 10.10.2024, Page 43

Bændablaðið - 10.10.2024, Page 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024 Á faglegum nótum Með tilkomu sífellt flóknari og fjölbreyttari farartækja sem eru búin sérhæfðum rafbúnaði, hefur þörfin fyrir öfluga og trausta rafgeyma aukist. rafgeymar Skannaðu QR kóðann og finndu rétta rafgeyminn fyrir þitt farartæki Fyrirtækjaþjónusta Olís Alvöru fólk með alvöru þekkingu og reynslu Hafðu samband við sérfræðinga Olís í síma 515 1100 eða pontun@olis.is Geldingar lambhrúta Athygli sauðfjáreigenda er vakin á því að geldingar leikmanna á öllu búfé eru bannaðar. Dýralæknar einir mega gelda lambhrúta og önnur dýr og skal það gert í deyfingu og gefið verkjastillandi lyf eftir þörfum. Í reglugerð 1066/2014 segir: 8. gr. Aðgerðir. Dýralæknum er einum heimilt að afhorna kindur og geitur þannig að fari inn í sló og gelda karldýr. Skylt er að nota deyfingu við þær aðgerðir og nota skal langverkandi verkjalyf þar sem það á við. Matvælastofnun getur krafist upplýsinga um allar aðgerðir sem hafa verið gerðar á sauðfé eða geitfé sem eru á búinu eða koma til slátrunar, þar með talið hornatöku og geldingar. Það er eitt af meginverkefnum Matvælastofnunar að fylgjast með að frumframleiðendur, þ.e. dýraeigendur, fari að þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru. Eftirlit með geldingum búfjár er eitt þessara verkefna. Þetta eftirlit fer fram á tveimur stöðum, annars vegar í sláturhúsum og hins vegar heima á býli. Í sláturhúsum er athugað hvort innleggjandi hafi sent sauði til slátrunar og þá hver hafi gelt þá. Við eftirlit Matvælastofnunar með sauðfjárbúum er það einnig fastur liður að athugað er hvort á viðkomandi búi séu sauðir og þá hver hafi gelt þá. Viðurlög við ólöglegum geldingum sauðfjár geta verið stjórnvaldssekt. Höfundur er sérgreinadýralæknir jórturdýra hjá Matvælastofnun. Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir. Viðurlög við ólöglegum geldingum sauðfjár geta verið stjórnvaldssekt. Við byggjum á áralangri reynslu á því sviði. Björgvin Guðjónsson, búfræðingur og löggiltur fasteignasali, s. 510-3500 eða 615-1020, bjorgvin@eignatorg.is E i g n a t o r g b ý ð u r s é r h æ f ð a þ j ó n u s t u v i ð v e r ð m ö t o g s ö l u á b ú j ö r ð u m o g ö ð r u l a n d i , m e ð e ð a á n r e k s t r a r.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.