Bændablaðið - 10.10.2024, Side 50
50 Líf & starf Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024
Í nýrri bók: Ástand Íslands um
1700, lífshættir í bændasamfélagi,
er fjallað um bændur og býlin í
landinu, byggð og ólík búsetusvæði,
félagshópa og stéttir í gamla
bændasamfélaginu. Sögufélag
gefur út.
Ástand Íslands um 1700, lífshættir
í bændasamfélagi er safn ellefu greina
eftir sjö höfunda og fjallar um ástand
lands og þjóðar við upphaf 18. aldar
frá ýmsum hliðum. Guðmundur
Jónsson, prófessor í sagnfræði við
Háskóla Íslands, ritstýrði verkinu.
„Þetta er eins konar ástands-
skoðun,“ útskýrir Guðmundur.
„Mikilvægir þættir samfélagsins eru
skoðaðir í miklum smáatriðum. Við
gerum það af því að við höfum alveg
einstök gögn að byggja á og getum
farið inn á hvern bæ, hvert heimili og
heilsað upp á hvern mann,“ segir hann.
Umboð til samfélagsskoðunar
Bókin byggist mest á manntali frá
árinu 1703, jarðabók frá 1702–14 og
kvikfjártali 1703.
„Þessar þrjár umfangsmiklu
heimildir samþættum við með
því að setja þær í gagnagrunn,“
segir Guðmundur. Þessar einstæðu
heimildir séu til af því að í kjölfar
langvarandi harðinda á Íslandi hafi
Danakonungur, Friðrik IV, stofnað
sérstaka rannsóknarnefnd.
„Í hana voru skipaðir Árni
Magnússon, prófessor og handrita-
safnari, og Páll Jónsson Vídalín, stór-
bóndi í Víðidalstungum, mikill
valdsmaður og einn helsti
lögspekingur Íslands á þessum tíma.
Þeir voru vinir, gamlir skólafélagar,
og mjög gagnrýnir á margt sem aflaga
fór í samfélaginu. Þeir fengu langt
erindisbréf frá konungi þar sem þeir
voru beðnir um að afla upplýsinga
um ástand Íslands og jafnframt að
kanna hvað aflaga hafði farið í stjórn
landsins og verslun. Þeir höfðu því
geysilega víðtækt umboð konungs til
að kanna margar hliðar samfélagsins,“
segir hann jafnframt.
Ómagar, þurfamenn og flakkarar
„Við byrjum á að lýsa harðindunum,
hvað olli þeim og hvaða afleiðingar
þær höfðu á mannfólkið,“ heldur
Guðmundur áfram. „Þá er breið lýsing
á efnahagslegu og félagslegu umhverfi
bænda og búaliðs. Svo er mannfólkinu
lýst með hjálp manntalsins, hversu
margir landsmenn voru og hvernig
samsetning íbúanna var. Þar tökum
við meðal annars eftir því að mjög
fátt er um ung börn og gamalt fólk.
Slík aldurssamsetning segir að þarna
hafi gengið eitthvað mikið á, af því
að börnin og gamalmennin falla í
harðindum, það er segin saga.“
Ýmsar athuganir aðrar eru gerðar,
svo sem á stærð og gerð heimila
og fjallað um þann gríðarlega
ómagafjölda sem var á þessum tíma
í landinu. Hefur hann aldrei mælst
eins mikill. Þannig voru 14–15% allra
landsmanna ómagar, þurfamenn eða
flakkarar.
Allt að 20 hjáleigur á býli
Samfellt kuldaskeið var á Íslandi
á árabilinu 1696 til 1702 og árin á
undan höfðu einnig verið erfið, allt
frá 1686. Sigríður Jörundsdóttir lýsir
þessu mikla kuldaskeiði í einum kafla
bókarinnar en það var ekki aðeins á
Íslandi heldur einnig í norðanverðri
Evrópu.
Auk þess lækkaði sjávarhiti
þannig að fiskur fór frá landinu og
mikið fiskileysi varð suðvestan-
og vestanlands.
A f l e i ð i n g u m
harðindanna er lýst
nokkuð nákvæmlega en þær
birtust í ýmsum myndum, skepnufelli,
bjargarskorti og mannfelli af
völdum hungurs. Fólksflótti var
frá harðbýlum svæðum norðan- og
austanlands til Suður- og Vesturlands
sem leiddi víða til byggðaeyðingar.
Yfir 500 býli fóru í eyði, langmest
hjáleigur.
Þá taka við nokkrir kaflar um
ólík búsvæði á landinu, jörðum og
býlum er lýst og eignarhaldi þeirra.
Sérstakur kafli er um höfuðbólin.
„Á þessum tíma voru býlin miklu
fjölbreyttari að stærð og gerð en í
dag og efnalegur munur á bændum
miklu meiri,“ segir Guðmundur.
„Við könnuðum meðal annars fjölda
ábúenda á hverju lögbýli og fundum
út að á meira en
fjórðungi þeirra
var margbýlt, mest
í Ísafjarðarsýslu.
Þá voru hjáleigur á
fjórðungi jarða og var
langhæsta hlutfallið
í Gullbringusýslu.
Oftast voru þær ein
eða tvær á býli en á
Stokkseyri voru þær
19 að tölu.“
89 prósent eignalaus
Höfundar skoðuðu
einnig stærð jarða
eftir verðmæti þeirra og hvernig
þær dreifðust yfir allt landið. Um
fimmtungur jarða var tíu kýrverð
eða minna að verðmæti og ef
hjáleigubændum er bætt við þann
hóp þá voru smábændurnir um 40%
allra bænda.
„Við könnuðum eignadreifinguna,
hverjir áttu hvað. Við bjuggum
til lista með nöfnum 1% ríkustu
landeigendanna, 13 manns, og
greinum frá eignum þeirra, stöðu og
ættartengslum. Brynjólfur Thorlacius
á Hlíðarenda í Fljótshlíð trónir þar á
toppnum.
Síðan sýnum við eignadreifinguna
almennt í samfélaginu. Þá kemur í
ljós að 89% búandi manna eiga ekkert
CLT EININGAHÚS
Byggingar úr CLT timbureiningum eru að ryðja sér rúms um allan heim og nú býður BYKO upp
á þessa lausn. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af húsum hönnuð og teiknuð af Andersen &
Sigurdsson arkitektum. Húsin fást öll í mismunandi stærðum og mögulegt er fyrir viðskiptavini
að hafa áhrif á innra fyrirkomulag í samstarfi við arkitekt, til að mynda við stærð og fjölda
svefnherbergja og snyrtinga.
Hafðu samband: serlausnir@byko.is
KROSSLÍMT TIMBUR
Samfélag:
Harðindi til lands og sjávar
– Staðan tekin á bændum og búaliði um 1700
Steinunn Ásmundsdóttir
steinunn@bondi.is
Búsvæðaskiptingin er byggð á manntali og kvikfjártali 1703 og jarðabókinni 1702–1714.
Úr Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi, Byggð og búsvæði, bls. 164.
Guðmundur Jónsson. Mynd / sá
Hressir karlar í Hveragerði
Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því
kórinn mun standa fyrir hausttónleikum í Hveragerðiskirkju laugardaginn
19. október klukkan 16.
Jónas Sig. mun koma fram með kórnum. Tveimur dögum eftir tónleikana
munu kórfélagar og makar fara í söngferðalag til Ítalíu.
Kórinn er nú á sínu áttunda starfsári en að jafnaði syngja á milli 35 og 40 karlar
með kórnum á öllum aldri. Örlygur Atli Guðmundsson hefur verið stjórnandi
kórsins frá upphafi og hefur honum tekist einstaklega vel að skapa skemmtilega
stemningu í kórnum með hressilegum lögum þar sem leikrænir tilburðir
kórfélaga koma oft við sögu við mikla hrifningu tónleikagesta. Jólatónleikar
eru fyrirhugaðir í Hveragerðiskirkju þann 7. desember þar sem kórinn mun
koma við sögu ásamt fleira tónlistarfólki úr Hveragerði. Einnig stefnir kórinn á
að standa fyrir hagyrðingakvöldi 18. janúar næstkomandi svo eitthvað sé nefnt.
Nýir félagar eru alltaf velkomnir í kórinn en kórinn er með Facebook-síðu
þar sem hægt er að forvitnast um kórinn og senda skilaboð ef svo ber undir.
En nú eru það hausttónleikarnir 19. október, eitthvað sem enginn má missa af
þegar gleði og söngur er annars vegar.
Sigurður Birgir Sæmundsson, formaður Karlakórs Hveragerðis.
Örlygur Atli Guðmundsson, stjórnandi Karlakórs Hveragerðis (t.v.) og
Sigurður Birgir Sæmundsson, formaður kórsins. Mynd / Aðsend