Bændablaðið - 10.10.2024, Qupperneq 52
52 Líf & starf Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024
Notaðir bílar
Meira úrval á
notadir.benni.is
Bílabúð Benna
Krókhálsi 9
Reykjavík
590 2035
Ertu með
drægnikvíða?
Eigum gott úrval
Plug-in Hybrid bíla
Benni
Notaðir bílar
Jeep Compass PHEV
Verð frá 3.290.000 kr.
B
irt m
eð
fyrirvara um
verð
- o
g
m
ynd
ab
reng
l.
Kvikmyndaverk byggt á æskuminningum þriggja einstaklinga sem ólust
upp í Flóahreppi er sýnd þessa dagana í félagsheimilinu Félagslundi.
Verkið „Undirliggjandi minni“ er eftir Ólaf Svein Gíslason.
Einstaklingarnir þrír sem eru í aðalhlutverki eru þau Guðjón Helgi
Ólafsson frá Ásgarði, Anný Ingimarsdóttir frá Vorsabæjarhjáleigu og
Kristjana Ársól Stefánsdóttir. Þau leika einnig í kvikmyndinni ásamt börnum
sem tengjast þeim. Myndin er byggð á æskuminningum þeirra þriggja en
bernskuminningar liggja oft á mörkum þess ómeðvitaða en ekki er alltaf
ljóst hvað er frásögn annarra og hvað er eigin upplifun, að því er fram kemur
í fréttatilkynningu.
„Minningar þátttakendanna tengjast á áhugaverðan hátt í fjósum tímans
um og eftir 1970, þar sem miklar breytingar áttu sér stað í búskaparháttum.
Upplifanir af bústörfum og heimilisfólki, kúm, fjósaköttum og músum vega
þungt í huga barnanna Þannig er fjósið ákveðin þungamiðja verksins og
var að hluta kvikmyndað í fjósinu í Gaulverjabæ. Kvikmyndin er jafnframt
tekin upp utandyra, á stöðum sem tengjast eigin minningum þátttakenda,
á heimabæjum og oftast við aðstæður þar sem hús, munir og fólk er horfið
af vettvangi þess viðfangsefnis sem fjallað er um,“ segir í tilkynningunni.
Verkið verður sýnt daglega í Félagslundi til 20. október kl. 15–19 og
eftir samkomulagi. /hf
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi útnefndi Svanhildi Bogadóttur,
fyrrverandi borgarskjalavörð og Hrafn Sveinbjarnarson, fráfarandi
héraðsskjalavörð í Kópavogi, heiðursfélaga á haustráðstefnu félagsins.
Á ráðstefnunni, sem haldin var í Skálholti, komu saman héraðsskjalaverðir
og annað starfsfólk héraðsskjalasafna víðs vegar að af landinu.
Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Svanhildur hafi verið
borgarskjalavörður í 36 ár en starf hennar var lagt niður í kjölfar ákvörðunar
Reykjavíkurborgar að loka Borgarskjalasafninu. Hrafn Sveinbjarnarson lætur
af sömu ástæðu af starfi héraðsskjalavarðar í Kópavogi á næstunni eftir
sautján ára starf. Stefán Bogi Sveinsson, héraðsskjalavörður Austfirðinga,
tilkynnti um útnefninguna. / mhh
Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að
skella í bakpokann.
Stærð: A (minni)/B (stærri) Efni: Hörpugull
(handlitaður einfaldur Þingborgarlopi) 200 gr. /
250 gr. Prjónafesta: 15 lykkjur x 20 umferðir með
sléttu prjóni = 10x10 cm á prjóna nr. 6.
Prjónar: Sokkaprjónar nr. 4.5 og 6, hringprjónar
nr. 4.5 og 6 (60-80cm).
Bolur: Fitjið upp 124/136 lykkjur á hringprjón
nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið perluprjón
10 umferðir. Skiptið yfir á hringprjón nr. 6 og
prjónið slétt þar til bolur mælist 44/48 cm (mælið
viðkomandi og metið bolsídd).
Ermar: Fitjið upp 36/40 lykkjur á sokkaprjóna
nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið perluprjón 10
umferðir. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 6 og prjónið
slétt. Aukið út um tvær lykkjur undir miðri hendi
(1 l eftir fyrstu lykkju og 1 l fyrir síðustu lykkju
í umferð). Endurtakið aukningu með 10 umf.
millibili, 8 sinnum þar til lykkjurnar eru orðnar
52/56. Skiptið yfir á stuttan hringprjón nr. 6 um
ca miðja ermi. Prjónið þar til ermi mælist 46/50
cm (mælið viðkomandi og metið ermasídd). Gerið
seinni ermi eins.
Axlastykki: Sameinið bol og ermar á lengri
hringprjón nr. 6. Setjið prjónamerki þar sem ermi
og bolur sameinast (þ.e. 4 merki), setjið 4 síðustu
lykkjur og 4 fyrstu lykkjur á báðum ermum á
prjónanælu. Setjið 8 l af bol á prjónanælu, þar sem
umferð byrjar vinstra megin á bol. Prjónið fyrri
ermina við bolinn 44/48 lykkjur, prjónið næstu
54/60 lykkjur af bol og setjið næstu 8 l á prjónanælu.
Prjónið seinni ermina við. Prjónið síðan 54/60
lykkjur af bol, þá eru 196/216 lykkjur á prjóninum.
Úrtaka: Laskaúrtaka:Tekið er úr á fjórum stöðum,
alltaf þar sem bolur og ermi mætast. 1.umf.: Prjónið
þar til 3 l eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 l slétt
saman, 2 l slétt, prjónamerki situr mitt á milli þessa
tveggja lykkja. Lyftið 1 l af prjóni eins og prjóna
eigi slétt, 1 l slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir.
Endurtakið við öll hin prjónamerkin sem eftir eru
(= 8 lykkjur færri). 2. og 3. umf.: Prjónað slétt yfir
allar lykkjur. Þessar þrjár umferðir eru endurteknar
þar til 76/80 lykkjur eru eftir á prjóninum (notið
styttri hringprjón þegar lykkjum fækkar). Skiptið
yfir á sokkaprjóna nr. 4.5 og prjónið perluprjón 10
umf. Fellið laust af. Gangið frá endum og þvoið í
volgu sápuvatni og leggið á handklæði til þerris.
Hönnun: Harpa Ólafsdóttir
horpugull@gmail.com
Hannyrðir:
Peysan Fis
Flóahreppur:
Undirliggjandi minni
Héraðsskjalaverðirnir Stefán Bogi Sveinsson, Hrafn Sveinbjarnarson og
Svanhildur Bogadóttir en þau tvö síðarnefndu voru útnefnd heiðursfélagar
Félags héraðsskjalavarða á dögunum. Mynd / Aðsend
Héraðsskjalaverðir
heiðraðir
Úr kvikmyndaverki Ólafs Sveins Gíslasonar, „Undirliggjandi minni“.