Bændablaðið - 10.10.2024, Qupperneq 52

Bændablaðið - 10.10.2024, Qupperneq 52
52 Líf & starf Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024 Notaðir bílar Meira úrval á notadir.benni.is Bílabúð Benna Krókhálsi 9 Reykjavík 590 2035 Ertu með drægnikvíða? Eigum gott úrval Plug-in Hybrid bíla Benni Notaðir bílar Jeep Compass PHEV Verð frá 3.290.000 kr. B irt m eð fyrirvara um verð - o g m ynd ab reng l. Kvikmyndaverk byggt á æskuminningum þriggja einstaklinga sem ólust upp í Flóahreppi er sýnd þessa dagana í félagsheimilinu Félagslundi. Verkið „Undirliggjandi minni“ er eftir Ólaf Svein Gíslason. Einstaklingarnir þrír sem eru í aðalhlutverki eru þau Guðjón Helgi Ólafsson frá Ásgarði, Anný Ingimarsdóttir frá Vorsabæjarhjáleigu og Kristjana Ársól Stefánsdóttir. Þau leika einnig í kvikmyndinni ásamt börnum sem tengjast þeim. Myndin er byggð á æskuminningum þeirra þriggja en bernskuminningar liggja oft á mörkum þess ómeðvitaða en ekki er alltaf ljóst hvað er frásögn annarra og hvað er eigin upplifun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „Minningar þátttakendanna tengjast á áhugaverðan hátt í fjósum tímans um og eftir 1970, þar sem miklar breytingar áttu sér stað í búskaparháttum. Upplifanir af bústörfum og heimilisfólki, kúm, fjósaköttum og músum vega þungt í huga barnanna Þannig er fjósið ákveðin þungamiðja verksins og var að hluta kvikmyndað í fjósinu í Gaulverjabæ. Kvikmyndin er jafnframt tekin upp utandyra, á stöðum sem tengjast eigin minningum þátttakenda, á heimabæjum og oftast við aðstæður þar sem hús, munir og fólk er horfið af vettvangi þess viðfangsefnis sem fjallað er um,“ segir í tilkynningunni. Verkið verður sýnt daglega í Félagslundi til 20. október kl. 15–19 og eftir samkomulagi. /hf Félag héraðsskjalavarða á Íslandi útnefndi Svanhildi Bogadóttur, fyrrverandi borgarskjalavörð og Hrafn Sveinbjarnarson, fráfarandi héraðsskjalavörð í Kópavogi, heiðursfélaga á haustráðstefnu félagsins. Á ráðstefnunni, sem haldin var í Skálholti, komu saman héraðsskjalaverðir og annað starfsfólk héraðsskjalasafna víðs vegar að af landinu. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Svanhildur hafi verið borgarskjalavörður í 36 ár en starf hennar var lagt niður í kjölfar ákvörðunar Reykjavíkurborgar að loka Borgarskjalasafninu. Hrafn Sveinbjarnarson lætur af sömu ástæðu af starfi héraðsskjalavarðar í Kópavogi á næstunni eftir sautján ára starf. Stefán Bogi Sveinsson, héraðsskjalavörður Austfirðinga, tilkynnti um útnefninguna. / mhh Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann. Stærð: A (minni)/B (stærri) Efni: Hörpugull (handlitaður einfaldur Þingborgarlopi) 200 gr. / 250 gr. Prjónafesta: 15 lykkjur x 20 umferðir með sléttu prjóni = 10x10 cm á prjóna nr. 6. Prjónar: Sokkaprjónar nr. 4.5 og 6, hringprjónar nr. 4.5 og 6 (60-80cm). Bolur: Fitjið upp 124/136 lykkjur á hringprjón nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið perluprjón 10 umferðir. Skiptið yfir á hringprjón nr. 6 og prjónið slétt þar til bolur mælist 44/48 cm (mælið viðkomandi og metið bolsídd). Ermar: Fitjið upp 36/40 lykkjur á sokkaprjóna nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið perluprjón 10 umferðir. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 6 og prjónið slétt. Aukið út um tvær lykkjur undir miðri hendi (1 l eftir fyrstu lykkju og 1 l fyrir síðustu lykkju í umferð). Endurtakið aukningu með 10 umf. millibili, 8 sinnum þar til lykkjurnar eru orðnar 52/56. Skiptið yfir á stuttan hringprjón nr. 6 um ca miðja ermi. Prjónið þar til ermi mælist 46/50 cm (mælið viðkomandi og metið ermasídd). Gerið seinni ermi eins. Axlastykki: Sameinið bol og ermar á lengri hringprjón nr. 6. Setjið prjónamerki þar sem ermi og bolur sameinast (þ.e. 4 merki), setjið 4 síðustu lykkjur og 4 fyrstu lykkjur á báðum ermum á prjónanælu. Setjið 8 l af bol á prjónanælu, þar sem umferð byrjar vinstra megin á bol. Prjónið fyrri ermina við bolinn 44/48 lykkjur, prjónið næstu 54/60 lykkjur af bol og setjið næstu 8 l á prjónanælu. Prjónið seinni ermina við. Prjónið síðan 54/60 lykkjur af bol, þá eru 196/216 lykkjur á prjóninum. Úrtaka: Laskaúrtaka:Tekið er úr á fjórum stöðum, alltaf þar sem bolur og ermi mætast. 1.umf.: Prjónið þar til 3 l eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 2 l slétt, prjónamerki situr mitt á milli þessa tveggja lykkja. Lyftið 1 l af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 l slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Endurtakið við öll hin prjónamerkin sem eftir eru (= 8 lykkjur færri). 2. og 3. umf.: Prjónað slétt yfir allar lykkjur. Þessar þrjár umferðir eru endurteknar þar til 76/80 lykkjur eru eftir á prjóninum (notið styttri hringprjón þegar lykkjum fækkar). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 4.5 og prjónið perluprjón 10 umf. Fellið laust af. Gangið frá endum og þvoið í volgu sápuvatni og leggið á handklæði til þerris. Hönnun: Harpa Ólafsdóttir horpugull@gmail.com Hannyrðir: Peysan Fis Flóahreppur: Undirliggjandi minni Héraðsskjalaverðirnir Stefán Bogi Sveinsson, Hrafn Sveinbjarnarson og Svanhildur Bogadóttir en þau tvö síðarnefndu voru útnefnd heiðursfélagar Félags héraðsskjalavarða á dögunum. Mynd / Aðsend Héraðsskjalaverðir heiðraðir Úr kvikmyndaverki Ólafs Sveins Gíslasonar, „Undirliggjandi minni“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.