Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 10

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 10
8 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 þessu samsstarfi og ég, Sigurður Kristjónsson og Sigurður Agústs- son alþingismaður tókum bátinn Stíganda frá Ólafsfirði á leigu yfir vetrarvertíð og fiskuðust um 1200 tonn á vertíðinni. Um vorið tók- um við Fjölni IS á leigu og var farið á honum á síld og um sama leyti er fyrsta Skarðsvíkin smíðuð í Danmörku árið 1960. Sigiirður Agtístsson hjálpaði víst mörgurn að komast af stað í lítgerð. Já, hann var alveg sérstakur öðlingsmaður, en þegar Skarðsvík- in fór á fyrstu síldarvertíðina þá vildi Sigurður Agústsson hætta og sagði:„Ef þið farið að landa eða gera bátinn út annars staðar en í heimahöfn, þá kem ég ekki nálægt þessu. A því hef ég alltaf tapað“. Svo við keyptum hann út. Þar brást honum bogalistin því svo landskunn varð Skarðsvíkurút- gerðin undir farsælli skipsstjórn Sigurðar Kristjónssonar. A þessum árum var geysimiklum afla af Skarðsvíkinni landað í Hraðfrysti- hús Hellissands. Eina vertíðina fiskaðist um 1850 tonn á bátinn og það var ekki í eina skiptið sem hann var hæstur yfir landið. En þið fóruð aldrei sjálfir út ífisk- verkuni Nei, við höfðum ekkert til þess, en seinna eignaðist ég Bjarmahús- ið í gegnum pabba og það rann inn í útgerðina og var notað sem netaverkstæði. Það var mikið og ánægjulegt starf varðandi útgerð- ina. Við seldum Skarðsvíkina og hættum sameiginlegri útgerð árið 1990. Sveinbjöm, ntí langar mig til þess að snúa mér aftur að eiginkonu þittni hennni Ástrósu. Þið ákváðuð, eins og áður hefitr komið fram, að gifta ykkur. Já, við giftum okkur 20. desem- ber 1941. Við fórum þá til Ólafs- víkur á báti sem pabbi og Danelí- us Sigurðsson áttu saman, hann hét einnig Ármann. Danelíus og Jón Guðmundsson í Ártúni fóru með okkur. Við fengum að hafa fataskipti hjá Mettu, vinkonu allra í Ólafsvík, og síðan gifti séra Magnús Guðmundsson okkur. Þegar við komum til Mettu aftur eftir giftingu, þá var Guðmundur Jensson vinur minn, sonur Mettu, að koma af sjónum og segir hann við Jónönnu Kristjánsdóttur unn- ustu sína: „Jóa, eigum við ekki að hafa fataskipti? Við skulum bara gifta okkur líka“, og það varð úr. Svo löbbuðum við Asta seinni- partinn út að Hólmkelsá í þessu glampandi fína veðri og þar kom pabbi og sótti okkur á fyrsta bíln- um sem kom á Hellissand, P 5. Við fluttum strax í Hraunprýði og þar eru öll börnin okkar fædd, Óttar 1942, Friðbjörn Jón á gift- ingadegi okkar 1949, Benedikt 1952 og Eggert Þór 1955. Við urðum að stækka húsið þegar börnunum fjölgaði. Það var okkur mikil ánægja þegar blessuð barna- börnin fóru að koma og fyrsta barnabarnið var skýrt í höfuð okkar hjóna, Ásbjörn. Sveinbjöm, þú hefiir greinilega ver- ið mikið við vinnu þannig að þið Astrós hafið ekki farið víða á þess- um árum? Nei, það má segja það, þó fór- um við í um 60 ár, alltaf í viku- tíma norður á Brekku í Skagafirði. Astrós hafði verið þar þegar hún var ung og hélt alltaf vinskap við Sendum sjómönnum á Snæfeíísnesi ofl fjöósíqjídum þeirra fieitfaósfcjr í tiíefni sjómannadagsins! GILIDI LÍFEYRISSJÓÐUR Sætúni 1,105 Reykjavík Sími: 515 4700 Netfang: gildi@gildi.is I ;

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.