Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 12

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 12
10 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Skarðsvík SH 205 smíðuð í Danmörku 1960 lendan her. Ég man eftir því að ég var staddur í Reykjavík og þá var ég beðinn, ásamt sérfræðingum, að fljúga vestur og ég gæti trúað því að í framhaldi af þessari ferð hafi náðst samkomulag, sem allir gátu sætt sig við. Ég sé ekki betur en að allt hafi farið vel að lokum. En núna erum við sjálfstæðis- menn í meirihluta og Asbjörn Óttarsson, sonarsonur minn stendur sig vel. Hvemig finnst þér sameining sveit- arfélaganna í Sruefellsbte hafa geng- ið? Síðan hún kom til tals hef ég alltaf verið hlynntur henni, þetta er eðlileg þróun á nútímanum. Ég á marga góða vini undir jökli en það er eðlilegt að einhverjir eigi erfitt með að sætta sig við þetta til að byrja með og þá sérstaklega eldra fólk, sem hefur með dugn- aði sínum byggt upp sína heima- byggð. Jieja, Sveinbjöm. Þú ert búinn að lifa tímana tvenna en nú ertu sest- ur að í Stykkishólmi. Ég hætti störfum sem póst- og símstöðvarstjóri þegar ég varð sjö- tugur og hálfu ári betur, árið 1989. Þá var nú mikið breytt maður, komin ný póst og símtöð upp á Klettsbúðartún með íbúð uppi en einhvern veginn kunnum við Ástrós ekki við að flytja úr Hraunpýði fyrr en við fluttum okkur alfarið um set árið 1997. Við keyptum okkur fyrst raðhús í Mosfellsbænum, á fallegum stað, en þegar við ætluðum að flytja var búið að byggja fyrir húsið, þannig að við sáum ekki sjóinn og það gekk bara ekki upp, svo að við flúðum. Stuttu seinna vorum við svo heppin að vera í heimsókn í húsi í Stykkishólmi og þegar við komum út mættum við ðlafi bæj- arstjóra á reiðhjóli. Ég næ að stoppa hann og spyrja hvort það væri rétt að verið væri að byggja dvalarheimili á staðnum og hvort við gætum sótt um íbúð. „Já, það er rétt“, svaraði hann. „Og það er aldrei að vita, sæktu bara um“ og það varð úr og við fengum þessa fínu íbúð með fallegu útsýni. En verst þótti mér að missa hana Astu mína, aðeins einu og hálfu ári eftir að við fluttum. Hún var alveg einstök kona hún Asta, fé- lagslynd, og það var alltaf mildð að gera hjá henni. Það voru svo margir sem komu í Hraunprýði, alltaf líf og fjör. Það var mikil ánægja og skemmtilegt að við skyldum fá að lifa saman í 60 ár. Það kom aldrei neitt upp á, við áttum svo vel saman og við feng- um að njóta þess. En börnin mín og blessuð barnabörnin hafa sam- band við mig á hverjum degi. Hver verða lokaorðin þín Svein- bjöm íþessu viðtali okkar? Ég vil taka það fram að mér líð- ur vel. Það er alveg sérstaklega góður aðbúnaður hérna. Starfs- fólkið er til allrar fyrirmyndar og gott sambýlisfólk. Ég tek þátt í fé- lagslífi og þá sérstaklega spila- mennsku. En síðustu orð mín eru: Sjómenn hafa alltaf verið mínir menn og ég hef alla tíð reynt að gera allt fyrir þá sem ég hef getað. Ingi Dóri Einarsson. Sendum sjómönnum okkar bestu kveöjur á sjómannadaginn ! ^iSTEINPRENT W Sandholt 22, Ólafsvík f S: 436 1617 • Fax: 436 1610

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.