Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 24

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 24
22 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 og allir voru við. Eitt sinn tók það þó öllu lengri tíma en það var vegna þess að einhverra hluta vegna átti kafteinninn brátt erindi í land og flestir úr áhöfninni létu sig hverfa um leið. Færri hendur þýddi bara lengri tími en með góðra manna hjálp hafðist þetta allt saman. Styrkur sólarinnar Utstím tók svo upp undir tvo sólarhringa og var þá spilað og spjallað þegar ekki var verið á vakt. A einu slíku útstími minnist ég þess að í fádæma blíðu nýttu menn sér sólina til brúnkubaðs. Ekki áttuðu menn sig á styrk sólarinnar, hvað þá endurkasti sjávarins, þannig að skaðbruni hlaust af. Höfðu svo flestar brunarústirnar hamskipti í fram- haldinu af þessu sólbaðsútstími. Það varð ekki mikið um frekari sólböð þetta sumarið hjá flestum. Svona gekk þetta nú allt sumarið, frekar tíðindalítið, jaðraði við rútínu nema helst þegar menn gerðu sér helst til of glaðan dag í landi þegar stoppað var. I landi var oftast stoppað í sólarhring og þá slettu menn úr klaufunum, sumir rækilegar en aðrir, og spók- uðu sig um. Segir nú ekkert frekar af þessu fyrr en að hausti að farið er að huga að lokum. Þá fá allir sinn toll, bjór, áfengi og tóbak. Á heimleiðinni hrepptum við svo útsynnings bræluskít og stóð sum- um skipverja hreint ekki á sama. Trékassi frammi á hvalbak, sem í var gúmbátur, splundraðist til að mynda í einu brotinu. Báturinn hlunkaðist niður þilfar og sat þar alla leiðina heim. Káetur háseta voru frammí og mestan part leið- arinnar frá Færeyjum til Keflavík- ur var nánast ekki fært á milli þeirra vistarvera og aftur í. Þannig höfðumst við hásetarnir þennan tíma við aftur í, ýmist upp í brú eða niðri í matsal. Besta lífsreynsla Þegar svo til Keflavíkur var komið fór eðlilega fram tollskoð- um og það eftirminnilegasta við það var þegar tollvörður vatt sér að þessum yngsta í áhöfninni og spurði hvar hann væri til heimilis og hann svaraði í Reykjavík. Þá kom önnur spurning um leið sem hljóðaði svona: „Og hvernig ætlar þú svo að komast með þennan toll þangað“. Svarið kom að vörmu spori: „Ég hef einhver ráð með það ef ég kemst með hann upp á bryggjuna“. A þessum tíma var jú bjór ekki á boðstólum hér á landi, auk þess sem 18 ára aldur var eitthvað fyrir neðan lögboðinn áfengiskaupaaldur. Þannig endaði nú þetta ævintýri afar vel og eftir það eins og reyndar flest annað sem fólk reynir, stend- ur hið jákvæða upp úr. Þetta var fyrir mig hin gagnlegasta og besta lífreynsla og eftir að hafa kynnst þessum þremur veiðarfær- um lítillega þá finnst mér af þeim nótaveiðin mesti veiðiskapurinn þar sem að við þær veiðar verður að umkringja bráðina. Þessi reynsla kenndi mér lfka að bera virðingu fyrir starfi sjómanna og reyndar allri vinnu hvort sem hún er til sjós eða lands. Að endingu sendi ég og mínir sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra bestu óskir í tilefni sjó- mannadagins. Útgerðarvörur - Veiðivörur - Vinnuföt - Útivistarföt Grillvörur - Gasvörur - Hreinlætisvörur - ofl. Erum umboðsmenn fyrirallar þærvörur semOLÍS og ELLINGSSEN hafa á boðstólum!

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.