Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 31

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 31
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 29 borkell Guðbrandsson ^ Minningabrot frá Olafsvík Fyrir framan mig á skrifborðinu mínu er gömul mynd. Hún er tekin í gömlu kirkjunni á Snopp- unni í Ólafsvík, en viðir þess góða húss áttu reyndar eftir að enda í peningshúsum suður í Staðarsveit, en það er önnur saga. Sitt hvoru megin við altarið og framan við það stendur hópur 14 fermingar- barna í hvítum kyrtlum. Aftan við þau, innan við gráturnar, stendur presturinn, hár og gerðarlegur eldri maður, séra Magnús Guð- mundsson. Stúlkurnar standa norðan megin í kirkjunni, piltarn- ir að sunnan. Allir eru alvarlegir á svip, engum hefur stokkið bros, enda það vafalaust ekki talin góð latína á þessum árum í húsi Drottins. Þetta er fyrsti árgangur- inn sem fermist í kyrtlum í Ólafs- vík. Arið er 1955 og myndin var raunar ekki tekin á sjálfan ferm- ingardag hópsins, sem var hvíta- sunnudagurinn, 25. maí, heldur þegar ljósmyndari var tiltækur til þess arna. Annríki daganna olli því að tvö úr hópnum voru kom- in til annarra starfa og vantar þau því á myndina. A síðasta ári átti þessi hópur því fimmtíu ára ferm- ingarafmæli og vissulega hefði ver- ið ástæða til að koma saman af því tilefni, en án efa hamlaði það slíku, að á því ári fækkaði enn í hópnum og voru þó áður nokkur úr hópnum farin yfir móðuna miklu. Það fór saman á þessum tíma, að börn luku skyldunámi og að þau staðfestu sitt skírnarheit og voru tekin í tölu fullorðinna. Hjá flestum þýddi það jafnframt að við tók lífsbaráttan; allir sem gátu komu sér í vinnu til að afla tekna til framfærslu. Frekara nám þótti óþarft, nema þá kannski hjá þeim örfáu sem fóru í sjómannaskóla til að afla sér réttinda til að mega stjórna fiskiskipi. Það var viðtekið viðhorf að börn fátæks verkafólks í fiskiþorpum á landsbyggðinni ættu ekkert erindi í framhalds- skóla, hvað þá háskóla. Slíkt væri hofmóður og oflæti og slíku fólki var talið nær að reyna að skapa verðmæti í þjóðarbúið og sjálfu sér til nytja með höndum sínum. Það stóð svo sem ekkert á því þarna á sjötta áratugnum að fólk fengi vinnu, það var uppgangur í landinu eftir það bakslag, sem kom í atvinnumálin eftir að styrj- öldinni miklu lauk. Lífið var fiskur. Um þetta leyti tók til starfa í Ólafsvík fiskvinnsluhús, sem Kaupfélagið Dagsbrún stóð að og nær tvöfaldaðist afkastageta land- vinnslu í Ólafsvík með tilkomu þess. Fyrir voru Hraðfrystihús Ólafsvíkur og Hrói hf., auk þess sem einhverjir einstaklingar hafa trúlega verið með smærri vinnslu. Á þessum tíma takmarkaðist afli fiskiskipanna af því hve mikið þau gátu veitt og borið að landi; fisk- veiðistjórn og kvótakerfi voru hugtök sem fólki datt ekki einu sinni í hug að ættu eftir að verða ófrávíkjanlegur þáttur í lífi þess og tilveru. Loðna var ekki veidd nema þá til beitu og miklar veiði- hrotur komu jafnan síðari hluta vetrar í tengslum við göngur loðn- unnar og var þá oft landburður af fiski og unnið meðan fólk gat staðið í lappirnar og stundum lengur. Við fermingarsystkin fór- um flest til ýmissa starfa, sum heima í Ólafsvík, önnur til fjar- lægari staða, þótt þau væru auð- vitað færri. Sá sem þetta ritar var svo heppinn að komast í vega- vinnu og var í henni um sumarið, þetta mikla rigningarsumar þegar vart þornaði á steini frá hvíta- sunnu fram á höfuðdag. Um haustið tók svo við tímabundin vinna við slátrun sauðfjár og síðan Fermingarhópurinn í Óíafsvíkurkirkju árið 1955. F.v Bjarný Sólveig Sigtryggsdóttir, Anna Elísabet Oliversdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Valgerður Anna Jónasdóttir, Hrafnhildur Sigurjónsdóttir, Halla Eyjólfsdóttir, Auður Böðvarsdóttir, Sr. Magnús Guðmundsson, Björn Kristjánsson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Gunnleifur Kjartansson, Magnús Jóhannsson, Ulfar Kristjónsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson. A myndina vantar Erlu Bergþórsdóttur, Huldu Erlu Ólafsdóttur og Ólaf Tryggvason sem voru farin norður á síldveiðar.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.