Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Qupperneq 34

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Qupperneq 34
32 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Skipstjórarnir Guðmundur Kristjónsson og Jónas Guðmundsson að spjalla. Takið ejftir „gæruvesti“ Guðmundar en þetta var vinsæll klæðnaður í den. görðum á dálknum. Óskar var mikið ljúfmenni og gekk honum ekki síður en öðrum að fá fólk til að fara að sínum leiðbeiningum þótt hann hefði ekki hátt alla jafna. Þarna fannst mér gott að vera, enda var Jóhannes heitinn Bjarnason mér og okkur systkin- unum alla tíð sérlega góður og var því ekki í kot vísað fyrir mig að lenda með honum við vinnu. Eins og kom fram hér að fram- an, voru nokkrir ungir menn þarna á næsta flatningsborði og hét sá Jóhannes, sem fyrir þeim virtist vera. Sá var nokkuð mikill á lofti og gerði ekki minna úr sjálf- um sér en efni stóðu til. Einkum lét hann mikið af árangri sínum við að ná ástum kvenþjóðarinnar og þóttist þar hafa víða við kom- ið. Eggert í Stígshúsi vann þarna við ýmis störf bæði úti og inni og hann var fljótur að gefa Jóhannesi þessum auknefni og kallaði hann aldrei annað en Jóhannes mey- spjallamann og lét sá sér vel líka. Skýrði Eggert þessa nafngift líka að sínu leyti með því að það væru orðnir svo margir Jóhannesar þarna að með einhverjum hætti hefði þurft að aðgreina þá. Landlegur Auðvitað kom fyrir, að veður hamlaði sjósókn og þá henti að haldnir væru dansleikir í gamla fé- lagsheimilinu í tilefni landlegunn- ar og hittist þá ekki ailtaf á helgi til þeirra hluta. Danstónlistin var í sjálfu sér ekki ýkja flókin, yfirleitt var það einn maður með harmon- iku, sem sá um hana. Stundum voru í hópi vertíðarfólks einstak- lingar sem kunnu eitthvað fyrir sér við þessa iðju, en af heima- mönnum man ég eftir Haraldi Kjartanssyni - Halla í Hruna - og einstaka sinnum Pétri heitnum Jóhannessyni, frænda mínum, en hann átti alla tíð harmoniku og spilaði á hana sjálfum sér og öðr- um til dægrastyttingar. Ekki fór hjá því að þegar menn höfðu opnað flösku og bergt á innihald- inu að þeim þótti við hæfi að gera upp hin ýmsu ágreinings- mál sín í milli, enda hafa Ólsar- ar oft verið fúsari til að tala saman með höndunum fremur en að munnhöggvast. Stöku glóðar- auga eða skurður á augabrún hlaust stundum af, en sjaldan al- varleg meiðsli, enda fátítt að menn kynnu eitthvað fyrir sér í austurlenskum bardagalistum eins og nú tíðkast. Stundum gengu veður hratt yfir og þá var kannski ræst í róður á miðju balli og varð þá oft snöggur endir á gleðskapn- um, þótt stöku landkrabbi kysi að halda áfram eitthvað lengur. Vertíðarlok og önnur störf Þegar eiginlegri vertíð lauk um vorið, tók við skreiðarvinnsla og síðar fóru þeir bátar, sem ekki fóru norður fyrir land til síldveiða á reknet á heimamiðum. Var mik- ið af þeirri síld fryst, bæði til út- flutnings og til beitu. Við ferm- ingarbræður, ég og Bjössi Kidda og Dalli í Sandholti unnum við síldarfrystinguna lengi sumars í frystitækjunum undir verkstjórn Einars heitins Ólafssonar frá Geirakoti. Einar var í hærra með- allagi á vöxt, afskaplega vel byggð- ur og mikið hraustmenni. Fá- mæltur en harðduglegur verkmað- ur og eftirsóttur til allra starfa. Um haustið skildu svo leiðir. Sá sem þetta ritar fór til Sauðárkróks og dvaldi hjá Kristbjörgu systur minni og hennar fjölskyldu næstu tvo vetur og lauk svo landsprófi vorið 1958. En það er önnur saga og verður ekki rakin hér. En þetta var eina heila vertíðin, sem mér auðnaðist að vinna heima í Ólafs- vík, við tóku önnur og óskyld störf, þótt fiskur og sjór hafi reyndar alltaf heillað, enda má oftast ganga að því vísu að undir- ritaður er flesta daga sem veður leyfir yfir sumarið á trillunni sinni einhversstaðar hér úti á sjó, að minnsta kosti að leita að fiski sem stöku sinnum finnst. Hann verð- ur þó sífellt fágætari eftir því sem meira er drepið af loðnunni. Að endingu má ekki láta hjá líða að senda öllum þeim Ólsurum, sem muna eftir höfundi þessara lína kveðjur og sjómönnum í Snæ- fellsbæ öllurn eru sendar bestu óskir í tilefni sjómannadagsins. Myndirnar sem fylgja grein- inni eru teknar af höfundi ef frá eru taldar fyrstu tvær mynd- irnar. Myndin er af stakkasundi af Norðurgarðinum og yfír á Suðurgarðinn. Skarð í garðinum var gert til að betra væri að landa við bryggjuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.