Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 36

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 36
34 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Rækjan kemur og rækjan fer Áhöfnin á Fróða. F.v. Kristján vélstjóri, Hilmar skipstjóri, Karl háseti, Stefán matsveinn og Magnús stýrimaður. Myndir og texti eftir Kristján Guðmundsson „Síldin kemur og síldin fer“ er heiti á söngleik. Það kemur upp í hugann þegar rifjað er upp tíma- bil rækjuveiða báta frá Ólafsvík og víðar á níunda áratug síðustu ald- ar. Rækjan kom og rækjan fór, á þar vel við. Mikill uppgangur var í kringum úthafsrækjuveiðar á þeim áratug. Fór veiðin að mestu fram með norðan-verðu landinu og einnig á heimaslóðum í Kolluál. Fjöldi stærri báta allstaðar af landinu hélt til rækjuveiða starx eftir netavertíð og verið að fram á haust. Var oft stemming í landleg- um á Isafirði sem minnti á síldar- reknetatímabilið austur á fjörðum á áratugunum þar á undan. Myndirnar sem hér eru með eru teknar um borð í Fróða SH 15 frá Ólafsvík sumarið 1986. Var bát- urinn gerður út frá ísafirði og ým- ist landað þar eða á Siglufirði. Veiðislóðirnar voru með öllu norðurlandinu austur að Grímsey og norður að Kolbeinsey. Þetta sumar var mikill ís fyrir norður- landinu svo hætta stafaði að sigl- ingum þar um slóðir. Var oft erfitt að sigla fyrir horn og frekar farið til löndunar á Siglufirði. Áhöfnin á Fróða var; Hilmar Hauksson skipstjóri, Kristján Guðmundsson v é 1 s t j ó r i , Magnús Þórð- arson sfyri- maður, Stefán Elínbergsson matsveinn og Karl Pétursson háseti.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.