Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 37

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 37
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 35 Spurningar til sjávarútvegsráðherra Sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson varð góð- fúslega við beiðni Sjómannadags- blaðs Snæfellsbæjar um að svara nokkrum spurningum valin- kunnra skipstjóra og útgerðar- manna á Snæfellsnesi um sjávar- útveginn. Fara þær hér á eftir: Þráinn Sigtryggsson útgerðarmaður á Sveinbimi Jakobssyni SH 10 spyr ráðherra: Spuming a: Er það þín skoðun að það beri algjörlega að fara eftir mati Hafró varðandi veiðar úr skarkola- ogþorkstofninumí Nú í vetur er búin að vera tnikil veiði í öll veiðarferi allstaðar í kringum landið og i fiamhaldi af spumingu: Er þetta í samrœmi við allar vísindaniðurstöður frá Hafró að ekki sé óbtett að veiða meira úr stofnunum og ert þú sammála þeiml Svar: Það fer ekkert á milli mála að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnun- ar verður lögð til grundvallar þeg- ar ákvörðun verður tekin um heildarafla á næsta fiskveiðiári. Þetta ber mér að gera skv. lögum. I þriðju grein fiskveiðistjórnarlag- anna er sagt að sjávarútvegsráð- herra skuli að fengnum tillögum Hafrannsóknarstofnunarinnar ákveða með reglugerð þann heild- arafla sem veiða má á ákveðnu tímabiii eða vertíð úr þeim ein- stökum nytjastofnum við Island sem nauðsynlegt er talið að tak- marka veiðar á. Telji ég á hinn bóginn rök mæla með því að víkja frá ráðgjöf stofnunarinnar í einstökum teg- undum mun ég gera það. Sú varð tii dæmis niðurstaða mín á dög- unum er ég jók heildaraflamagn í skötusel um 500 tonn umfram áður úthlutaðan kvóta. Spuming b: Davíð Oddsson þáverandi forstetis- ráðherra lét auka veiðar um 30þús tonn Jyrir alþingiskosnitigar 2003 setn síðar voru svo teknar afi. Rökin voru að fiskijrteðingar hefðu reikn- að vitlaust út stofninn. Getur þú tekið undir þá kröju að þetta verði fiert til okkar útgerðamianna aft- ur? Svar: Það er rétt að fiskifræðing- ar segjast hafa ofmetið þorskstofn- inn á tilteknu tímabili og því hafi kvótaúthlutun verið of há á til- teknu tímabili. Það mun ekki standa á mér að auka þorskveiðar sem mest ég má og tel ábyrgt. Og hefði ég verið í þeim sporum er kvótinn var aukinn á því tímabili sem þú vitnar tii hefði ég gert það sama. Það voru til þess full rök, eins og mál lágu þá fyrir. Gunnar Hjáltnarsson skipstjóri á Haukabergi SH 20 í Gmndafirði spyr: Hver er skoðun þín á þeirri þróun setn er að verða á vertíðarflotanum setn mörg btejarfélög hafa byggt upp á hinutti hefðbundnu vertíðarsvteð- um eins og hér á Sntefellsnesi? Svar: Eins og margir aðrir hef ég áhyggjur af stöðu hans. Það vekur athygli í nýju svari (sjá meðfylgj- andi töflu) sem ég veitti á Alþingi að netaveiði hefur dregist mikið saman. Athygli vekur og að línu- veiðar hafa aukist að sama skapi, en togveiðar hafa minnkað lítils háttar. Þessi þróun endurspeglar örugglega þróunina í vertíðarflot- anurn þar sem netaveiði hefur ver- ið mikil. A þessu eru ugglaust margar skýringar. Meðal annars sú stað- reynd að veiðiréttur smábáta hef- ur verið aukinn mikið á undan- förnum árum, leyfileg hámarks- möskvastærð hefur minnkað og tilkoma línuívilnunar hefur aukið sókn línubáta. Eg hef lýst því yfir að ég telji ekki rétt að færa frekar til aflaheimildir á milli kerfa. Menn eigi að vinna innan þess ramma sem búið er að móta. Það er styrkur sjávarútvegsins að hann sé sem fjölþættastur. Hrein- lega er háskalegt að veiðin verði of einsleit. Bæði út frá lífríkinu og líka vegna þess að sveiflur eru alltaf til staðar og fjölbreytnin

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.