Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 38

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 38
36 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Tafla l.a. Hlutfallsleg skipting þorskafla eíitir helstu veiðarfærum. Ar Lína Net Botnvarpa 1993 17,97% 21,96% 45,26% 1994 17,13% 18,85% 45,79% 1995 21,97% 15,34% 43,02% 1996 19,53% 19,99% 41,92% 1997 14,97% 21,91% 41,06% 1998 15,25% 20,83% 45,26% 1999 20,11% 18,01% 48,02% 2000 21,61% 20,10% 44,04% 2001 20,23% 22,27% 42,39% 2002 20,35% 20,63% 42,39% 2003 21,61% 18,15% 45,13% 2004 25,19% 16,40% 44,66% 2005 32,59% 14,90% 41,86% Lægsta gildi 15% 15% 41% Hæsta gildi 33% 22% 48% 2006 34% 24% 36% dregur úr áhrifum þeirra. Með betri rekstrarskilyrðum vegna eðlilegra gengis vonast ég til að aðstæður vertíðarflotans batni. Hærra fiskverð sem fylgir í kjöl- farið styrkir rekstrarstöðuna. Það er staðreynd að fleiri og fleiri útgerðarmenn án fiskvinnslu eru að hœtta þar sem þeir hafa ekki sama gnmdvöll til að hyggja á og aðrir sem eru í vinnslu. Hvað er hcegt að gera til að smía þessari þróun viði Svar. Við þessu er ekkert ein- hlítt svar. Það er á hinn bóginn mjög mikilvægt að menn eigi þess kost að tengja sem best saman veiðar og vinnslu. Það er lykillinn að árangri í markaðsstarfi okkar og ein ástæða þess að við erum að ná árangri á sama tíma og sá ár- angur er ekki til staðar hjá ýmsum samkeppnisaðilum okkar sem búa við annað fyrirkomulag. Þess vegna vil ég ekki slíta með löggjöf á milli veiða og vinnslu. Sjálfstæðir útgerðarmenn eru á hinn bóginn snar þáttur í útgerð- armynstri okkar. Og oft hafa þeir borið góðar tekjur úr býtum. Meðal annars með tilkomu fisk- markaða sem tvímælalaust stuðl- aði að fiskverðshækkun. Þetta sveiflast hins vegar til á milli tíma- bila. Hækkandi fiskverð núna mun efla þessar útgerðir sem þú vísar til. Við sjáum dæmi um slíkt á þessu ári. Má til dæmis nefna steinbítinn sem hefur verið að seljast við allt öðru og hærra verði núna en í fyrra. Góður afli og sú staðreynd að vel hefur gengið að ná fiskinum dregur líka úr sóknar- tengdum kostnaði og eflir útgerð- arþáttinn. Svo má ekki gleyma hinu að margir fiskverkendur töldu að hið háa gengi hefði stuðl- að að lakari stöðu fiskvinnslu og gert samkeppnismöguleika hennar um fiskinn erfiða. Guðbrandur Bjórgyinsson títgerð- armaður á Amari SH í Stykkis- hólmi spyr að lokum: Samkvcemt reglugerð um sérstaka úthlutun til skel og rcekjubáta fá þeir bátar sem hafa þtirft að stöðva veiðar vegna ástands veiðistofns fengið bcetur í öðrum tegundum. Þessar bcetur skerðast um 20% á ári og hverfa því á 5 árum. Vceri ekki möguleiki á að gera breytingu á þessu þannig að menn misstu ekki allar bcetur á 5 árumí Astceðan fyrir spumingunni er sú að þegar stjómvöld settu á kvóta- kerfið var miðað við aflareynslu skipa við úthlutun kvótans, en þeir sem voru með sérleyfi eins og t.d. innfjarðarrcekju og hörpudisk vom skertir sérstaklega vegna sérleyf- anna um 30% af aflareynslu í bol- fiski. Satnkvcemt þessu má segja að þessir aðilar hafi því verið búnir að greiða fyrir sérleyfið, og spuming hvort þeir eigi því ekki rétt á að halda bótunum í óákveðin tíma ? Svar: Ég er prýðilega kunnugur þessum málum, þar sem ég barð- ist mjög fyrir því á sínum tíma að farið var að úthluta aflabótum vegna rækjuveiðibrests í Húnaflóa, sem varð svo fyrir- myndin að því sem síðar kom til dæmis í Breiðafirði vegna afla- brests í skel og rækju. Astæðan fyrir gildandi fyrir- komulagi er sú að menn töldu hér um að ræða tímabundið ástand. Það reyndist ekki svo; því miður. Mín bíður það hlutverk fyrir næsta fiskveiðiár að að fara yfir þessi mál. Á þessum tímapunkti get ég því miður ekki fullyrt um hver niðurstaðan verður. Mér er hins vegar vandamálið ljóst. Það blasir við að ekki er um að ræða tímabundið ástand. Með því að veiðirétturinn er tekinn af mönn- um vegna breyttra aðstæðna eru þeim bannaðar allar bjargir. Þess vegna mun ég skoða þau mál í heild af skilningi.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.