Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 39

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 39
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 37 Skúli Alexandersson fv. oddviti á Hellissandi og alþingismaður Vesturlandskjördæmis Skúli og Hrefna á giftingarárinu 1955. þeir feðgar Páll og Guðmundur mikinn flokk barna. Við vorum fjögur systkinin, Sig- urbjörg og Agúst Jóhann sem eru nú látin og svo er Alda Sigrún sem er yngst en ég er þriðji í röð- inni. Eg gekk í heimavistarskóla í Arneshreppi sem var góður skóli. Það var eldhugi mikill, sem hét Guðmundur Þ. Guðmundsson á Finnbogastöðum, sem setti á stofn skólann upp úr 1920. Þessi skóli starfar enn í dag. Þangað fór ég 10 ára. Var tvo mánuði í senn í skól- anum, það er tvo mánuði fyrir áramót og tvo eftir áramót. Pabbi var bóndi, aðallega með sauðfé. Hann átti árabát sem var notaður til flutninga og ferðalaga og til að afla í soðið. Fiskurinn hvarf úr firðinum í desember og alveg fram í júlí. Það varð því bæði að salta og herða fisk á haustin til vetrarforða. Þegar barnaskólanum lauk fór ég til sjós og er inni á Drangsnesi á trillum þar. Vetur- inn 1942 þegar ég var 16 ára fer ég í Reykjanesskóla við Djúp og er þar tvo vetur. Við skólalokin var ekki um annað að gera en að leggja á göngu tii að komast heim. Fyrra vorið fórum við hópur ung- linga úr Arneshreppnum, með Fagranesinu sem skilaði okkur á land innst inn í Hrafnsfirði og gengum við síðan þaðan yfir Skorarheiði og yfir í Furufjörð og svo inn allar Strandir þar til hver skilaði sér heim til sín. Hitt vorið þá snerum við við, gengum fram allan Langadal og yfir Steingrímsfjarðarheiði og ég norður yfir Trékyllisheiði. Það var mikið lagt á sig. Það góða við þessar göngur var að maður kynntist landinu. Aðra vetur var ég heima og við krakkarnir stunduðum mikið skíðaíþróttina og náðum góðri tækni á þeim og stóðum okkur vel á skíða- mótum. í skemmtilegri grein sem Matthías Pétursson fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Hellissandi skrifaði í Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar árið 2001 sagði hann m.a. frá spennandi sveitar- stjórnarkosningum árið 1954. Þar kemur við sögu Skúli Alex- andersson en hann fluttist á Hellissand árið 1952. Matthías tók svo til orða í niðurlagi grein- arinnar að Skúli hafi tekið við forustuhlutverki Sigurðar Ágústs- sonar fv. þingmanns og að Snæ- fellingar ættu að standa í þakkar- skuld við sig fyrir að fá hann til að koma vestur. Hann sagði líka að vafalaust hefðu ekki allir verið sáttir við það. Til að forvitnast um sögu Skúla, en ekki verður dregið í efa að hann hafi unnið gott starf fyrir Snæfellinga og íbúa Hellissands, tók Sjómanna- dagsblaðið hús hjá honum. Skúli er fæddur 9. september 1926 og verður því 80 ára á þessu ári. Eig- inkona Skúla er Hrefna Magnús- dóttir og þau giftust árið 1955. Hrefna er dóttir Ástu Sýrusdótt- ur og Magnúsar Ólafssonar í Fá- skrúð á Hellissandi. Hrefna og Skúli eiga þrjú börn og þau eru Ari, Hulda og Drífa. „Móðir mín Sveinsína Ágústsdóttir var fædd og uppalin á bænum Kjós sem foreldrar mínir síðan flutt- ust til. Þar ólst ég upp. Fað- ir minn Alexander Árnason var fæddur á Saurum í Lax- árdal en átti ætt og uppruna í Hrútafirðinum. Ég á bæði ættir í Hrútafirðinum og í Kolbeinsstaðahreppnum. Langafi minn í móðurætt hét Guðmundur og var sonur Páls Jónssonar í Kaldbak, sem frá er komin hin stóra Pálsætt á Strönd- um. Maður fer ekki langt á Islandi án þess að rekast á fólk af Pálsættinni enda áttu Fjölskyldan árið 1970. F.v. Hrefna, Drífa, Ari, Hulda og Skúli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.