Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Qupperneq 44

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Qupperneq 44
42 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 fréttst af síld vestur í ísafjarðar- djúpi og þangað var haldið og þar tókum við einn túr, sem farið var með til Siglufjarðar. Þá gýs aftur upp Hvalfjarðarsíldin svo það var haldið suður. Síldin veiddist í Hvalfirðinum alveg fram í mars árið eftir. Þetta var gríðarleg veiði og allt fór í bræðslu og verksmiðj- ur fylltust fyrir sunnan og ég man norður á Siglufjörð. Það var gott að vera hjá Armanni og ágætar tekjur. Hann var mikill aflamaður, mjög góð- ur karl. Seinna kom Ár- mann á Helgu og Iandaði nokkrum sinnum í Rifi og við í Jökli tókum af honum aflann Eg fer í Samvinnuskól- ann, sem þá var í Reykjavík, haustið 1948 og er þar næstu þrjá vetur en á sumr- in er ég til sjós á síld á Helgu RE. Með mér í skól- anum var sá hópur sem set- ið hefúr þar lengst áður en hann var gerður að háskóla. Við erum þeir einu sem Jónas Jónsson frá Hriflu var skólastjóri yfir í þrjú ár. Jónas var að breyta skólanum úr tveggja vetra skóla í eins veturs skóla með framhaldsdeild. Við sem komum úr tveggja vetra skóla lentum í fyrstu framhaldsdeildinni og vor- um sjö. Jónas var alltaf að reyna að ná úr mér kommúnismanum en það gekk illa. Ég útskrifast úr Framhaldsdeild Samvinnuskólans vorið 1951 og þá strax að prófum loknum fór ég til Sauðárkróks til að vinna hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga við afgreiðslustörf. Þar var yf- irmaður minn Jón Björnsson verslunarstjóri í Gránu. Af honum lærði ég margt. Það var gott að vera á Sauðárkróki. Til Hellissands Ég kom á Hellissand sumarið 1952 en þá hafði vinur minn Matthías Pétursson verið ráðinn þar kaupfélagsstjóri. Hann sagðist aldrei hafa inn fyrir búðarborð komið og vantaði mann til að sinna afgreiðslustörfum. Ég er þá 25 ára gamall og ætlaði að vera með Matthíasi í tvo til þrjá mán- uði. Ég hafði áður komið upp á leguna á Hellissandi með Súðinni á leið að sunnan en aldrei komið þar í land. Ég kom hingað vestur með flug- vél og við lentum á Gufuskálavell- inum í þessu rjómalogni og frá- bæra útsýni. Þá voru samgöng- urnar þannig við Hellissand að það var áætlunarflug á Gufuskála- flugvöll. Flugið var mikið notað bæði af Söndurum og Ólsurum. Svo var Helgi P með sérleyfisrút- una til Ólafsvíkur. Einnig kom flóabáturinn Baldur hér við og lagðist upp að Norðurbryggjunni í Krossavíkinni. Skjaldbreið kom hér á leguna , líklegast hálfsmán- aðarlega. Bæði Hellissandur og Ólafsvík komu mér vel fyrir sjónir miðað við mörg önn- ur pláss sem ég hafði komið á. Það voru mörg myndar- leg hús hér á Hellissandi sem nú eru horfinn s.s. Kaupfélagshúsið, Sam- komuhúsið og Bensabúðin. Húsin stóðu þétt á bakkan- um og þar voru þá nánast einu göturnar Hellisbrautin og Keflavíkurgatan. Skóla- brautin var þá troðningur en brýr voru á Hösk- uldsánni á þeim stöðum sem þær eru núna og hafa verið endurbyggðar. Lán til vegagerðar Þegar ég kem hingað er Kristján Gunnarsson oddviti og skólastjóri að hætta og hingað var að koma nýr skólastjóri sem hét Teitur Þor- leifsson. Það var ekki langt á milli skoðanna okkar í pólitíkinni. Við náum strax vel saman og um haustið endurreisum við Ung- mennafélagið Reyni og við förum í gang með áskoranir í sambandi við veg fyrir Jökul sem þá náði að Dagverðará. Við létum ung- M.b. Hólmkell SH 137 með síldarhleðslu á Siglufirði sumarið 1958. (9s/tusn ö/fum s/ómönniutr i ii'nœfef/s/jœ f*-/ /II / • oaJjow/iuMum/jem/Hi tif /lamingju meðsjámannatfcujin/i / Verslum með báta- og bílavörur, vinnufatnað til sjós og lands og útivistarfatnað frá 66° og Regatta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.