Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 45

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 45
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 43 mennafélagið vera í forystu með það þar sem við réðum engu í hreppsnefndinni. Það sem mér fannst skrýtið í sambandi við vegamálin fyrir Jökul var að Sand- arar kenndu Ólsurunum um að það gengi illa að koma þeim vegi áfram. Þetta var rangt hjá Söndur- unum. Þeir höfðu sjálfir ekki haldið rétt á málinu. Því miður virðist sagan vera endurtaka sig. Nú er það Fróðárheiðin. Ólsar- arnir kenna öðrum en sjálfum sér og sinni forustu um hvað lítið gerist þar. Ungmennafélagið Reynir var stofnað 1934 og haíði starfað vel fyrstu árin. Þegar við endurreisum félagið komu gömlu félagarnir og standa að málefnabaráttu okkur. Við fórum að ýta undir íþróttaæf- ingar meðal unga fólksins og það var sett upp leikrit veturinn 1953. En stóra málið þá var að vinna að því að fá akfæran veg til Hell- issands. Við fáum hreppsnefndina í Breiðavíkurhreppi undir forustu Karls bónda á Knerri í lið með okkur til að fá lán til fram- kvæmda út á væntanlegt framlag á fjárlögum næsta árs. Við Karl för- um inn í Stykkishólm. Þar geng- um við á fund ráðamanna í Sparisjóði Stykkishólms. Það voru þeir séra Sigurður Lárusson og sýslumaðurinn Hinrik Jónsson og þeir tóku okkur vel. Þeir voru báðir mjög eftirminnilegir karakt- erar, framkoma þeirra og höfð- ingsbragur geymist vel í minni. Við fengum lán í eigin nafni og ábyrgð ég og Karl. Andvirði láns- ins dugði til að greiða fyrir að ryðja veg frá Dagverðará og út undir Svalþúfu. Svo fengum við aftur lán ári seinna og þá komst vegurinn langleiðina inn í Beru- vík. Ytustjórinn var Viggó Brynj- ólfsson og ef ég veit rétt þá er hann enn að vinna á ýtum við vegagerð Kosningarnar 1954 I sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru 1954 urðu verulegar breytingar á stjórn bæjarins en sjálfstæðismenn höfðu stjórnað hreppnum lengi. I þessum kosn- ingum var Skúli oddviti fyrir A listann sem fékk þá þrjá menn kjörna og þá byrjar hans pólitíska starf. Rekadrumbar af Ströndum Það byrjaði þannig að Svanfríð- ur og Jón Guðmundsson í Artúni höfðu forystu um að undirbúa framboð til hreppsnefndarkosn- inga. Við vorum ekkert í því hvorki ég eða Teitur og okkur datt ekki í hug að nein staða væri til að breyta því sem fyrir var. Þá er það að Jón kemur til mín ásamt Júl- íusi Þórarinsyni verkalýðsforingja og spyrja mig hvort ég væri tilbú- in að leiða framboðlista. Ég sam- þykki þetta og þá var farið í að fá fólk á lista. Snæbjörn í Klettsbúð fór í annað sætið, Teitur í það þriðja og Arsæll Jónsson í fjórða. Einnig var kosið til sýslunefndar og fór Matthías kaupfélagstjóri í það framboð. I fyrsta sæti hjá Dlistanum var Sveinbjörn Bene- diktsson og í öðru Björn Krist- jánsson oddviti og í þriðja Rögn- valdur Ólafsson. Til sýslunefndar var Hjörtur Jónsson. Við fengum mjög góða kosningu. Matthías náði inn í sýslunefndina með yfir- burðum. Það voru talsverð átök í þessum kosningum og nokkur sárindi hjá D-listamönnum með útkomu þeirra. Við vorum m.a. kallaðir rekadrumbar af Strönd- unum sem þaðan komum. Síðan vorum við samfleytt með meiri- hluta í sveitarstjórn til ársins 1966 en þá kom D-listinn eitt kjör- tímabil. Framkvæmdir hjá sveitarfélaginu Okkar fyrsta framkvæmd var að við byggjum vatnstank hér í brekkunum ofan við þorpið. Búið var að leggja vatnsleiðslur í götur en um lítið vatn var að ræða og því brýn þörf á söfnun og miðlun. Haustið 1957 er hafist handa við grunninn á Félagsheimilinu Röst. Enn kom hugmyndin frá Ung- mennafélaginu Reyni. Þetta var mikil bjarcsýni og djarft átak af svo fámennu sveitarfélagi. Þá bjuggu í Neshreppi utan Ennis um 350 manns. Við flytjum svo inn í Röstina vorið 1963. Margir öfunduðu okkur af þessu félags- heimili og það var mikið notað til skemmtanahalds og var í áraraðir glæsilegasta samkomuhús á Vest- urlandi. Þá var ráðist á hraunið hérna fyrir ofan byggðina með ýtu og gerður þar íþróttavöllur. Um

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.