Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Síða 46

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Síða 46
44 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 það leyti sem ég kom á staðinn sumarið 1952 var sundlaugin hér tekin í noktun. Næstu tvo áratug- ina var þar sundkennsla stóran hluta sumarsins og sundmót og keppnir. Við tókum okkur til upp úr 1970 og byggðum íþrótta- húsið yfir sundlaugina. A kjörtímabilinu 1971-1974 var byrjað á stórfram- kvæmdum í holræsalögn bæði á Hellissandi og í Rifi. Þá er einnnig farið í að leggja nýja vatnslögn upp frá Vaðstakksheiði og koma upp vatnsinntaki við Skarðshraun neðan við efri Svöðufossinn. I framhaldi af þessu var svo lögð vatnslögn út á Hellissand. Þá var á þessum árum gengið frá Bárðarásgötunni á Hellissandi með lögnum og bundnu slitlagi og var gatan sú fyrsta á Vesturlandi sem fékk á sig olíumalarslitlag. Frá árinu 1978 var svo tekinn lokaáfanginn við að koma holræsum í göturnar og sumar lagðar bundnu slitlagi. Þá var nýja grunnskólahúsið byggt og hafin kennsla í því á eitthundrað ára afmæli samfelldrar barna- kennslu í hreppnum. Svo var tek- in ákvörðun um byggingu leik- skólans. Þetta voru í reynd síð- ustu verkin í hreppsmálunum sem ég skila af mér. Að sjálfsögðu var margt fleira gert á þessum árum á vegum sveitarfélagsins. Verið að steypa þakið á Röstina vorið 1962. Jeppi var notaður til að hífa upp steypuna. Rifshöfnin í hættu þessum árum var verið vinna við Landshöfnina í Rifi og hafnargerðin var það málefni sem mest var beitt sér fyrir. Haustið 1955 gerist það í norðvestan stór- viðri að mikið af sandinum sem dælt hafði verið um sumarið, út fyrir Rifið, úr væntanlegri innsigl- ingarrennu kom aftur inn yfir Rif- ið og lokaði rennunni. Þetta var mikið áfall. En það hafðist þó að dýpka innsiglinguna fyrir vetur- inn. Svo er það veturinn 1956 að mikinn jafnfallinn snjó leggur yfir allt svæðið. Frost var í jörðu. Það breytir um veður, mikil hlýindi koma, rigning og suðvestan hvass- viðri. Aðfall var og stórstraumur, sjórinn féll inn í lónið fyrir ofan Melnesið. Mikið vatnsflóð kernur niður Breiðina og niður að Rifi. Ekkert hús var þá á svæðinu. Lón- ið náði frá Björnssteini vestur með klettunum og að sunnan meðfram að Melnesinu. Menn gerðu sér grein fyrir að mikil hætta vofði yfir. Næði flóðið því að renna yfir Melnesið og grafa sig þar niður gæti það borið sandinn á svip- stundu og fyllt upp í það svæði sem búið var að grafa upp úr í höfninni. Þá var farið að safna saman pokum og mokað í þá sandi og varnargarður gerður. Yatnið fór að renna yfir og fjöldi manns keppt- ist við. Allir þeir sem vett- lingi gátu valdið tóku þátt. Pokar næstum fullir af sandi gengu mann frá manni að jþeim stað sem þörfin var mest. Ég tel mig muna eftir Friðþjófi í Rifi í hópi þeirra þar sem erfiðast var. Eg tel að hefði okkur ekki tekist að stöðva vatnsflóðið yfir Melnesið og forða því sem við blasti þá hefðu hafn- arframkvæmdirnar tafist um ófyr- irsjánlegan tíma. Róðrar voru þá hafnir frá Rifi. Ef illa hefði farið hefði það orðið mikið áfall fyrir byggðina. Sumarið 1957 var ráðist í að byggja verbúðir í Rifi en ekki á vegum Landshafnarinnar. Við fengum fyrirgreiðslu út á Krossa- víkurhöfnina og okkur tókst að byggja helminginn af húsunum, þrjár einingar, og eftir það var byrjað að beita inni í Rifi. Arið 1958 byggjum við hinn helming- inn. Þá um haustið var vatnslögn lögð frá Rifi og rétt upp fyrir Vað- stakksheiði og í lækinn þar. Þetta var lykillinn að því að hægt væri að gera út frá Rifi. Framkvæmd þessi var nokkuð kostnaðarsöm og það var mikið afrek að leggja leiðsluna. Eimskip flutti rörin heimili FASTEIGNASALA Rifshöfn sumarið 1955. Ósnum hefur verið lokað með fyllingu frá Rifínu suður fyrir bryggjuna. Þar tekur Melnesið við. Skipholti 29A Sími 530 6500
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.