Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 47
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
45
vestur. Ég fer suður og tala
við Utvegsbankann um lán til
að borga þau en þeir vildu
ekki lána okkur. Við sáum að
við svo búið mátti ekki standa
og tókum rörin og lögðu
leiðsluna. Sömdum svo síðar
við bankann um greiðslur.
Jökull h.f. stofnaður
Um svipað leyti og kosn-
ingarnar fóru fram 1954 kom
sú hugmynd upp að stofna
fiskverkun á Hellissandi.
Hraðfrystihús Hellissands var
þá eini fiskverkandinn á
staðnum. Við stofnuðum Jök-
ul h.f. Aðaleigandi var Kaup-
félag Hellissands og svo voru ég,
Kristófer Snæbjörnsson, Ársæll
Jónsson og Gísli Ketilsson hlut-
hafar. Þessi hópur, ásamt með Jak-
obi Péturssyni, keypti einnig bát-
inn Bryndísi sem var 8-9 tonn að
stærð Á nafni Jökuls h.f. var svo
farið að vinna fisk af bátnum í
kjallaranum í Kaupfélagshúsinu.
Róið var úr Krossavík. Það fiskað-
ist mikið og allt lukkaðist vel.
Næsta vor kaupum við
Draupnir NK frá Neskaupstað
(fékk svo nafnið Hólmkell SH
137) en það var 45 brl. tréskip.
Hann fer svo norður á síld og
skipstjóri var Friðjón Jónsson frá
Artúni.. Félagið sem kaupir bát-
inn hét Draupnir hf. Ætlunin var
að höfnin í Rifi yrði komin í
gagnið um haustið. Það varð ekki
og Draupnir því leigður yfir ver-
tíðina til Bæjarútgerðar Reykja-
víkur og var Friðjón skipstjóri.
Friðjón hættir skipstjórninni
Lögð olíumöl á Bárðarásinn á Hellissandi á vordögum 1974
(rétt fyrir hreppsnefndarkosningar)
haustið 1956 og skipstjóri verður
Jakob Pétursson og er báturinn á
línu. Línan var beitt hér úti á
Hellissandi og bjóðin keyrð inn í
Rif. Þá var enginn vegur kominn
eins og nú er. Það varð að skrölt-
ast hér yfir holtin. Þennan vetur
beitti ég og það var í fyrsta og eina
skiptið sem ég hefi stundað þá
vinnu. Ég var í þessu með
oddvitastörfunum. Leifur
Jónsson tók við Hólmkeli
haustið 1957 og er með bátinn
þar til hann tekur við Arnkeli
nýjum.
Fiskverkunarhúsin byggð
Haustið 1955 erum við
Draupnismenn bjartsýnir og
við byggjum okkur veiðarfæra-
hús rétt við Kaupfélagið. Þetta
hús er síðan gert að fiskverk-
unarhúsi á vegum Jökuls h.f.
og aflinn af Hólmkeli var verk-
aður þar. Sumarið eftir var
byggt annað hús við hliðina og
seinna svo byggt við og að lokum
var steinhúsið byggt þar sem nú er
Bátahöllin.
Matthías var framkvæmdastjóri
Jökuls þar til hann fer af staðnum
1961 en þá tók ég við því starfi.
Þá er búið að selja Hólmkel til
Forustusveitin sem stóð að Jökli h.f. síðustu starfsárin: F.v. Skúli Alexandersson, Ársæll Jónsson
form. stjórnar og Hallgrímur Guðmundsson.
HAPPDRÆTTI | tjjfórne/inf
@os fTff fuuni/ujju /ncd (fíiyt/i/i /
xpn w -þarsem vinningamirfást UmBoð d SnafeHsnesi:
Versl. Hnmdj Óiafsvífi
Lífæð uppbyggingar á Hrafnistu. Hraðbúð Esso, Heííissandi
Enn er þörfin brýn. Hrannarbiiðin, Grundarfirði
Versí. Sjdvarborg, Styfúishófmi