Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 56
54
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
Sjómannadagurínn í Ólafsvík 2005
Hátíðarhöldin vegna sjómann-
andagsins í Ólafsvík hófust með
málverkasýningu Sjafnar Har í
Pakkhúsinu í Ólafsvík föstudag-
inn 3. júní. Sýningin var opnuð
kl. 18:00 að listamanninum við-
stöddum ásamt fjölda gesta. Er-
lingur Helgason skipstjóri spilaði
á harmoniku við opnunina og
boðið var upp á léttar veitingar.
Þetta var fyrsta eiginlega jöklasýn-
ing Sjafnar, en sýningin var opin
til 12. júlí. A laugardeg-
inum fóru keppnisgrein-
arnar fram þ.e. kappróð-
ur, trukkadráttur og boð-
hlaup á milli skipshafna
en einnig kepptu
kvennasveitir. Að auki
var keppt í brettahlaupi.
Kvennasveitin „Dívurn-
ar“ vann kappróður
kvenna en áhöfnin á
Guðmundi Jenssyni sigr-
aði í karlaróðrinum.
Veður var gott og fjöldi
fólks að fylgjast með þótt
keppnin hafi byrjað kl.
11:00 f.h. Um miðjan dag kom
Bjössi Bolla í heimsókn og
skemmti krökkunum. Um kvöld-
ið var sjómannahóf í Félagsheim-
ilinu Klifi þar sem sjómenn
skemmtu sér ásamt eiginkonum,
kærustum og öðrum gestum. Ym-
islegt var til skemmtunar, m.a.
söng áhöfnin á Steinunni SH eins
og þeim er einum lagið og söng-
hópurinn „Tveir í kór“ söng við
mjög góðar undirtektir. Jóhanna
Jónasdóttir, sjómannskona, flutti
minni sjómanna. Ekki gleyma sjó-
menn eiginkonum sínum á sjó-
mannadegi en tvær sjómannskon-
ur voru heiðraðar, þær Svanhildur
Pálsdóttir og Björg Elíasdóttir.
Á sunnudeginum hófst athöfnin
í Sjómannagarðinum eftir hádegið
með ræðu Bjarna Ólafssonar
bónda í Geirakoti. Tveir sjómenn
voru heiðraðir, þeir Finnur
Gærdbo og Magnús Þorsteinsson
sem stundar enn sjómennsku á
frystitogara, en Magnús er að
verða 69 ára gamall. Þá voru verð-
laun veitt fyrir keppnisgreinar.
Úr Sjómannagarðinum var farið
í skrúðgöngu að minningarreitn-
um við kirkjugarðinn í Ólafsvík,
sem vígður var árið 2004. Þar fór
fram útimessa í blíðskaparveðri
þar sem sr. Óskar H. Óskarsson
predikaði og Gunnar Örn Gunn-
arsson sjómaður flutti ræðuna að
þessu sinni. Kirkjukórinn söng
undir stjórn Veronicu Oster-
hammer og Valentina Kay spilaði
sálmana á harmoniku. Fjöldi fólks
var við messuna og var þetta
afar hátíðleg stund. Sjó-
mannadeginum lauk svo
seinni partinn með
skemmtisiglingu á fjórum
bátum og veglegu
pylsupartíi fyrir börnin. Um
undirbúning Sjómannadags-
ins sáu að þessu sinni skips-
hafnirnar á Agli SH og
Magnúsi Ingimarssyni SH
og fór allt mjög vel fram
undir þeirra stjórn.
Sjómannadagurinn 2006
verður í höndum áhafnar-
innar á Sveinbirni Jakobs-
syni SH 10 og útgerðarmannanna
á Smyrli og Nonna í Vík. Þá var
skorað á áhöfnina á Ólafi Bjarna-
syni að sjá um skemmtiatriði á
sjómannahófmu 2006.
PSJ.
Svava Hrönn Þorsteinsdóttir, Anton Jónas Illugason og Arnar Þór
Ragnarsson taka við verðlaunum íyrir flekahlaup.
Fasteignasalan Valhöll
Óskurn sjómönnum
ogjjölskyldum þeirra
til hamingju með daginn.
Komið til heimamanna
og við munum aðstoða ykkur við kaup og sölu
á fasteignum - mikil reynsla
VAJLHOLL
|FASTEIQN»SAI.A|
Bárður H. Tryggvason sölustjóri
Ingólfur G. Gissurarson lögg. fasteignasali
Þórarinn M. Friðgeirsson
Kristinn Kolbeinsson lögg. fasteignasali
Sesselja Tómasdóttir.
Ellert Róbertsson
Guðrún Pétursdóttir
Margrét Sigurgeirsdóttir
Þóra Þorgeirsdóttir
Magnús Gunnarsson
Pétur S. Jóhannsson
Sandari
Skagamaður
Sandari
jrá Gljúfrasteini
Ólsari
frá Bifröst á Sandi
Ólsari
Akureyringur
Ámesingur
Sölmnaður
Sölumaður
Fasteignasalan VALHÖLL Síðumúla 27 - s: 588 - 4477 - fax: 588 - 4479 - E.mail: bardur@valholI.is