Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 58
56
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
Þorsteinn Jakobsson
Fyrsta sjóferðín
Ég var kominn hátt á þrítugs-
aldurinn þegar ég flutti frá Vík í
Mýrdal til Hornafjarðar. Ég hafði
búið í Vík í tvö ár og unnið þar á
bílaverkstæði er ég fékk vinnu í
Vélsmiðju Hornafjarðar, í bíla-
deild. A Hornafirði kynntist ég
góðum vini, Kristmundi Inga-
bjömssyni eða Didda eins og
hann var kallaður, sem þá var
kokkur á Þóri SF 77, 120 tonna
bát á Hornafirði. Hann var ættað-
ur frá Skagaströnd og búinn að
vera á sjó frá blautu barnsbeini.
Eitt af því fyrsta sem hann spurði
mig um, við okkar fyrstu kynni,
var hvar ég hefði verið á sjó. Ég
sagði sem var að um borð í bát
hefði ég aldrei komið, og því síður
á sjó, en mig hálf langaði til þess
að prófa þann atvinnuveg. Ég var
samt hálfhræddur um að ég yrði
sjóveikur, minnugur frásagnar
föður míns, sem sagði mér frá því
að hann hefði róið heilan vetur í
Garðinum og orðið sjóveikur upp
á hvern einasta dag.
Þetta kom flatt upp á Didda en
hann hafði víst varla hitt mann
fyrr, sem ekki hafði verið til sjós.
Diddi taldi mig á að koma með í
einn túr. á Þóri sem farþegi og
kynnast sjómannslífi af eigin
raun. Þeir voru á línu og lágu
alltaf eina nótt úti. Ég lét til leið-
ast og fór með þeim í róður á
föstudegi, ákveðinn í að verða
ekki sjóveikur. Þetta var alveg nýtt
fyrir mér.
Ósinn spegilsléttur
Þetta var föstudagskvöldið 23.
júní 1978. Á Hornafirði voru
beituskúrarnir nánast á bryggj-
unni á þessum tíma. Þegar ég
mætti til skips var verið að bera
línubalana um borð. Menn tóku í
handföngin á bölunum og röðuðu
sér í keðju. Sex menn hlupu með
fimm bala í einu. Ekki man ég
hvað fóru margir balar um borð
en þetta voru allt ný verk fyrir
mér og svona lagað hafði ég aldrei
séð áður. I minni vinnu sem bif-
vélavirki gilti það að vanda sig án
þess að vera of lengi með verkin.
En þarna kynntist ég nýju verklagi
þar sem hraðinn á öllu virtist
skipta mestu máli. Fyrr en varði
komust allir balarnir um borð og
landfestar voru leystar. Það er
gaman að sigla um ósinn á
Hornafirði í góðu veðri eins og ég
fékk í þessari fyrstu sjóferð minni.
Það var að vísu ekki góð fjallasýn,
því þoka lá yfir Vatnajökli, en ós-
inn var spegilsléttur þetta kvöld.
Þegar út fýrir ósinn var komið
var nú samt ekki alveg sléttur sjór
þrátt fyrir gott veður. Það var smá
gura af suðvestan og báturinn
stakk sér dálítið í ölduna. Stefnan
var tekin í vestur í átt að
Hrollaugseyjum og ég stóð í
brúnni og fylgdist spenntur með.
Eklti dugði þessi gura til þess að
gera mig sjóveikan og voru skip-
verjar dálítið undrandi á þessu, en
ég heldur montinn. Það var farið
vestur fyrir Hrollaugseyjar og ekki
man ég lengur hvað við vorum
lengi þangað. Við fórum út að
kvöldi til og línan var lögð
fyrripart nætur. Það var beðið í 3-
4 tíma þar til línan var dregin aft-
ur. Þegar búið var að leggja línuna
stungu menn sér í kojur, nema
einn sem tók baujuvaktina.
Ruslfiskur í hafið
Ég sofnaði fljótlega þrátt fyrir
hreyfmgu á bátnum og vaknaði
ekki fyrr en búið var að draga þrjá
eða fjóra bala. Ég vaknaði við að
Diddi kokkur ýtti við mér og
Ors/iu/ti xj'órnörmii/n oa /jö/'S'/iu/c/u/nþein/Ht
ti//ictrning/tt rneo (/ttyinn !
Höfum þjónað sjávarútveginum frá árinu 1982
Vélsmiðja Árna Jóns
Rifi S. 436 6773