Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Síða 63

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Síða 63
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 61 milli himins og jarðar úr stáli, járni og áli. Bæjarmálapólitík - margt má betur fara Elías stendur ekki aðeins í stór- ræðum varðandi það að byggja upp fjölskyldu, fyrirtæki og bíl- skúr heldur er hann einnig á framboðslista í Snæfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem eru handan við hornið. Hann hef- ur ekld komið mikið að félagsmál- um áður en nú gefur hann kost á sér. Hverju sætir það? „Kannski er það vegna þess að maður á erfitt með að segja nei. En á hinn bóg- inn þá er mér ekki sama um bæj- arfélagið. Eg læt mig málin varða.“ Elías talar um að það sé eitt og annað sem megi betur fara í bæjarfélaginu. „Aðstaðan við gámastöðina Snæfríði er óásættan- leg. Það þarf henda öllu járnarusli og öðru upp fyrir haus til koma því í gámana. Það vantar rampa til að keyra upp á til að þetta sé boðlegt.“ Elías talar einnig um að það þurfi að finna fleiri atvinnu- tækifæri fyrir unga fólkið svo það geti komið heim aftur að lokinni skólagöngu. Þá þurfi að gera frek- ari rannsóknir á því hvort heitt vatn finnist í jörðu og athuga með hagkvæmni þess að setja upp vindmyllur til að framleiða raf- magn því nóg framboð sé á vind- orkunni hér um slóðir. Samræming fjölskyldulífs, starfs og félagsstarfs Eftir að hafa spjallað um tvo tímafreka þætti í lífi sérhvers at- hafnamanns, uppbyggingu fyrir- tækis og þátttöku í pólítík, berst talið að samræmingu fjölskyldulífs og starfs. „Ég er lítið heima þar sem ég er mest allan daginn í vinnunni. Það er gríðarlega tíma- frekt að byggja upp fyrirtæki og í mörg horn að líta, sérstaklega fyrstu árin. Ég tel mig hins vegar njóta skilnings heima fyrir“ segir Elías og horfir spyrjandi augum á konu sína. Hún kinkar kolli og bætir inn í: „Það er skilningur. Við horfum þannig á þetta að uppbyggingarstarfið tekur ákveð- inn tíma og meðan sá tími stend- ur yfir verður að leggja sig allan fram af alúð og metnaði“. Fjöl- skylduferðalög innanlands og utan til lengri tíma hafa ekki mik- ið verið farin síðan fyrirtækið var keypt og þau munu bíða eitthvað áfram með þann pakka eða þang- að til komið er yfir erfiðasta hjall- ann með smiðjuna. Samræðurnar halda áfram með- an kaffið er teigað til botns með Ijúffengum vínarbrauðum. Blaða- maður gerir góðgætinu góð skil, þakkar fyrir sig og óskar fjölskyld- unni í Vallholti alls góðs að lykt- um. Augnablik úr lífi athafna- manns hefur verið fangað, steypan í bílskúrssökklinum er farin að taka sig úti fyrir en frásláttur bíð- ur fyrramáls. M&M Mikið af vinnu Elíasar fer fram í bátum og þá oft við þröngar aðstæður.O €>jómenn d 0ncefeffsne$í! Inniíegar fiamingjnóskir á sjómannadaginn SALTKAUPhIf Fornubúðum 5,220 Hafnarfjörður Sími: 550 8090 - Fax: 550 8099 Upplýsingar eftir lokun: 550 8098
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.