Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Qupperneq 65

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Qupperneq 65
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 63 Lét slag standa Viðtal við Heiðar Magnússon útgerðarmann í Ólafsvík. Oft hefur verið talað um að erfitt sé að komast inn í kvóta- kerfi okkar Islendinga og þar með fyrir unga menn að byrja í útgerð. Það er vafalaust rétt því háar fjárhæðir þarf til að komast yfir aflaheimildir og svo að kaupa bátinn. Heiðar Magnússon í Ólafsvík keypti sér bát síðla vetr- ar 2001 og við skulum kynnast honum og útgerðarsögu hans í stuttu spjalli hér á eftir. Heiðar fæddist í Ólafsvík 1977 og er sonur hjónanna Sædísar Einarsdóttur og Magnúsar Jónas- sonar stýrimanns Guðmundsson- ar skipstjóra í Ólafsvík og þar með sjómaður aftur í ættir. Heiðar, sem er elstur af Jpremur systkin- um, ólst upp í Ólafsvík og lauk námi í Grunnskólanum í Ólafsvík og tók svo einn vetur í framhalds- deildinni sem þá var. ,,Mín sjómennska byrjaði á Ólafi Bjarnasyni SH“, sagði Heið- ar þegar hann rifjar upp sjó- mennskuna. „Aður vann ég hjá Fiskverkun Valafells í Ólafsvík. Svo eftir að ég hætti á Ólafi Bjarnasyni fór ég á frystitogarann Snæfell SH 740, sem hét áður Ottó Whatne. Skipstjórinn var Reynir Georgsson en heimahöfn skipsins var þá Ólafsvík. Við vor- um á rækjuveiðum á Flæmska hattinum sem þá voru mikið stundaðar af íslenskum skipum. Landað var í Harbour Race, á Ný- fundnalandi. Þetta voru upp í 48 daga túrar en það voru góðar tekj- ur á þessum veiðum og maður gat því safnað peningum sem komu sér vel seinna. Eg var á Snæfellinu í tvö ár og eftir að ég hætti fór ég á Faxaborgina SH með sama skip- stjóranum en báturinn er í eigu KG ehf í Rifi. Við vorum bæði á netum og línu og lönduðum mest í Rifi“. Lét slag standa Heiðar segist alltaf hafa verið með það í huganum að eignast eigin bát og vera sinn eigin herra. Það sem verður til þess að hann ákveður að kaupa bát er hann slasast og verður frá vinnu í þrjá mánuði veturinn 2001. „Á þess- um tíma, sem ég er frá vinnu, fer ég alvarlega að hugsa um báta- kaup. Eg fer þá að leita og finn bát sem hét Sleipnir, í Þorláks- höfn. Það var Sómi 860 og þetta var góður bátur. Ég átti góðan pening sjálfur eða um 50%, sem ég gat sett í bátinn svo að ég lét slag standa og keypti hann. Á þessum tfma var, eins og alltaf hefur verið, hátt verð á bátum og þá keypti maður leyfi sem var í þessu krókakerfi sem báturinn var í. Það eina sem var í kvóta hjá þessum bátum var þorskur en ýsa, steinbítur, ufsi og aðrar tegundir voru utan kvóta. Það stóð ekki nema í eitt ár en þá var búið að kvótasetja þessar tegundir og það gerði manni erfitt fyrir þar sem ýsu og steinbítsveiði var mjög góð“, segir Heiðar. Bjartsýnn ehf Heiðar stofnar þá einkahlutafé- lagið Bjartsýnn utan um rekstur bátsins og hann gefur honum Heiðar um borð í Brynju SH ásamt konu sinni Brynju Mjöll Ólafsdóttir og dætrum sínum S.vdisi Rún og Eriku Rún. Sjdmertn! RARIK TiC hamingju með daginn UffCiacU <z£l
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.