Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 69
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
67
Gunnar Öm Gunnarsson
Sjómannadagspredikun
Flutt í messu á Sjómannadegi í Ólafsvík 2005
Gleðilega hátíð kæru sjómenn,
sjómannafjölskyldur og aðrir
kirkjugestir.
Það er góður siður og hátíðlegur
að haldin sé sérstök hátíðarmessa
sjómanna á degi sem þessum.
Sjómenn hafa frá örófi alda tengst
Kristi og kirkjunni, lærisveinarnir
sem Jesú valdi sér í upphafi voru
margir fiskimenn sem bjuggu yfir
eiginleikum sjómannsins. Þeir
bjuggu yfir karlmennsku, áræði,
þreki og þrautseigju. Þeir voru og
eru menn sem áttu trausta trú og
rósemi hugans hvað sem að hönd-
um bar.
Sjómannadagurinn er hvoru
tveggja, baráttudagur og hátíðis-
dagur sjómanna og fjölskyldna
þeirra og einnig sá dagur er við
minnumst genginna sjómanna.
Samhugur er efldur meðal stéttar-
innar og það ítrekað fyrir þjóðinni
og okkur sjálfum hversu mikil-
vægt starf sjómannsins er. Starfið
er með þeim áhættusömustu í
okkar samfélagi. Sjómenn taka
áhættu umfram aðra með líf sitt,
limi og afkomu, þar sem launin
ráðast af aflanum hverju sinni.
Hrímaðar kojur
Jónas Guðmundsson skipstjóri
frá Ólafsvík, segir frá því í áhuga-
verðri grein í Sjómannadagsblaði
Snæfellsbæjar, er hann fór sem
ungur maður í jóla- og áramóta-
túr á síðutogara. Menn fóru ekki
í svona túra, vegna þess að þá
langaði að vera fjarri ástvinunum
yfir jólahátíðina. Þeir voru bara
reknir ef þeir ekki fóru, því nóg
var af mönnum sem vantaði
vinnu. Jónas lýsir því hvernig
kojurnar hrímuðu að innan
þannig að menn urðu að sofa með
húfur og vettlinga. Engin afþrey-
ing var fyrir mannskapinn, ekkert
útvarp, enda var mönnum sagt að
þeir væru þarna til að vinna. I
þessari veiðiferð gerist það að brot
skellur á togaranum og fjóra
menn tekur fyrir borð en þrír
þeirra koma inn aftur á næstu
öldu, fjórði maðurinn náðist ekki
og hvarf í hafið. Með fjóra menn
slasaða og einn dáinn og horfinn í
hafið var veiðum samt haldið
áfram því túrinn skyldi kláraður.
Sem betur fer er þetta liðin tíð,
en á degi sem þessum er sjómönn-
um hollt að líta til baka og minna
sig á að störf þeirra og kjör hafa
ekki alltaf verið eins og þau eru í
dag. Okkur sjómönnum er það
því mikilvægt að halda vöku okk-
ar því annars fljótum við sofandi
að feigðarósi.
Halda vöku okkar
Þó margt megi um kvótakerfi
segja, er ein breyting sem allir geta
verið sammála um að hafi orðið
til góðs hér í Ólafsvík. Sjómenn
eiga nú mun meiri möguleika en
áður, á að taka þátt í lífi fjöl-
skyldna sinna og lifa hamingjurík-
ara fjölskyldulífi .
Samkvæmt heimspekilegum
kenningum er því haldið fram að
æðsta markmið mannlífsins sé
hamingjan og að hún velti á lífs-
gæðum. Því meiri sem lífsgæðin
eru því ríkari erum við af ham-
ingju, annars skreppur hún samán
í brjóstum okkar jafnóðum og
lífsgæðin rýrna. Kenningin gerir
óshmn sjómÖnnum á Snœfellmesl otjjjöl&hjjldum j) em/Ht
tíl hcunuujju á jjómannxidaairm
Gmndarfjcirðarbczr
Verkalýðsféíagið Stjaman
Veitingafiúsið Krákan
Þjónustustofan efif
FISK Seafood
i! SýNIehf Skoðunarstofa
símar 894 4291 S. 894 6323