Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 79

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 79
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 77 Grundarfjarðarbær, Sverrisútgerð í Ólafsvík, Útnes Rifi og Nesver Rifi. Öllum þessum aðilum vil ég þakka fyrir þeirra framlag sem er ekki lítið og sýnir það hvað hags- munaaðilar eru tilbúnir að leggja mikið á sig til þess að setrið geti orðið að veruleika. Svæðinu til heilla Auk þessara stofnframlaga þá mun Fiskasafnið í Ólafsvík leggja til húsnæði fyrir starfsemina og fjárlaganefnd Alþingis hefur á þessu ári lagt fram 4 milljónir króna til setursins og vil ég einnig þakka þeim fyrir þeirra framlag. Ég vil hvetja alla þá sem hér eru inni að standa þétt að baki þessu verkefni því ljóst er að ekki er nóg að ala barnið ef ég má nota þá samlíkingu, það verður að fæða það og klæða þangað til að það verði nógu öflugt til að standa á eigin fótum. Sjálfur er ég þess fullviss að með stuðningi allra að- ila og góðum hug þá muni okkur takast það. Að lokum þá er eins og ég sagði í upphafi mjög gaman að standa hér í dag og verða vitni að því að rannsóknarsetrið er að verða að veruleika. Það hefði ekki orðið ef ekki hefði fengist þessi víðtæki stuðningur sem við fengum og sú mikla hvatnig sem við fengum við verkefnið á undirbúningstíman- um. Öllum þeim er að þessu verki hafa komið færi ég mínar innlegustu þakkir fyrir þeirra framlag til verksins. Megi Rann- sóknarsetur um lífríki Breiðafjarð- ar vaxa og dafna um ókomna framtíð svæðinu öllu til heilla. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis og Einar Oddur Kristjánsson varaformaður fjárlaganefndar Sjómönnum OQfjöískxjíáum þeírra óstzum við tíf íamíngju með sjómannaáagínn APOTEK ÓLAFSVÍKUR Ólafsbraut 24 - Ólafsvík Sími: 436 1261 Okkar bestu kveðjur á sjómannadegi Hönnun / Smíði / Viðgerðir / Þjónusta J^0uMjárnum 4m = HÉÐINN = Stórás 6 • IS-210 Garðabæ Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 • www.hedinn.is

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.