Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Page 6

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Page 6
SJÓMANNADAGURINN f ÓLAFSVfK Ekki eru til áreiðanlegar heimildir um hvenær fyrst hefur verið haldinn Sjó- mannadagurinn í Ólafsvfk. Þó er vitað um hátíðahöld 1942 i en eftir þann tíma munu hátíða- höld hafa legið niðri sum árin til 1951, en þá er hér góð skemmtun, bæði úti og inni. 1952 er fyrst starfandi sjó- mannadagsráð og er það skipað frá Útvegsmanna- félagi Ólafsvíkur og V.f. Jök- li og í því voru þessir menn, frá útvegsmönnum: Guðni Sumarliðason, Markús Ein- arsson og Kristmundur Hall- dórsson, frá V.f. Jökli voru: Haraldur Guðmundsson, Bergþór Steinþórsson og Sveinbjörn Þórðarson. For maður þessarar fyrstu nefnd- ar var Guðni Sumarliðason. Síðan hefur þaðveriðkjörið með svipuðum hætti. Frá 1952-1966 hafa verið tveir formenn sjómannadags- ráðs: 1952-1956 Guðni Sum- arliðason, 1957-1962 Kristján Jensson, fyrv. form. V.f. Jök- uls og 1963-1966 Guðni Sum- arliðason. Á árunum frá 1956 ti! þessa dags hefur verið almenn þátt- taka allra þorpsbúa í hátíða- höldum dagsins. Frá 1951- 1960 hafa hátíðahöld hér haf- ist með því að sjómenn og aðrir þorpsbúar söfnuðust saman við Félagsheimilið og gengu síðan undir fánum til kirkju og hlýddu þar á messu. En frá 1961 hefur verið safn- ast saman við sjómanna- garðshliðið og 15 mín fyrir messutíma leggur sjómanna- dagsráð blómsveig að fót- stalli sjómannastyttunnar og síðan ergengiðá sama hátt til kirkju. Fyrstu árin var aðalinni- hald dagsins útikappbeitn- ing og reiptog á milli skipshafna, en nú seinni árin hefur það verið kappróður og stakkasund og fl. og fer það yfirleitt fram við höfnina. Síð- an 1961 hafa hátíðahöldin verið sett um kl. 16.00 við Sjómannastyttuna og þarflutt ræða dagsins og fl. og aldrað- ir sjómenn heiðraðir nú s.l. tvo sjómannadaga. 1965 þessir menn: Sveinn Einarsson, þá vistmaður á Hrafnistu, Ari B. Einarsson, Sæmundarhlíð Ólafsvík, Stefán Kristjánsson, Uppsöl- um Ólafsvík og Kristján S. Jónsson, Sandholti 9 Ólafs- vík. 1966 þessir menn: Magnús Jónsson, Gíslabæ Ólafsvík, Jóhann Ágústsson, kenndur við Fagurhó! Ólafsvík og Jó- hann Lúter Guðmundsson, Grundarbraut 24 Ólafsvík. Eitt fyrsta áhugamál sjó- mannadagsráðs var að safna fé til kaupa á kappróðrabátum og var ráðist í að láta smíða báta á Akureyri 1957. Svavar Þorsteinsson, báta- smiður þar, smíðaði bátana og útbjó að öllu leiti og kostuðu þeir þá fullbúnir kr. 54.000.00. Guðnl Sumarliðason. Bátarnir voru komnir hér fyrir sjómannadag 1957 og voru skírðir og hlutu nöfnin ”Bárð- ur Snæfellsás” og Björn Breiðvíkingakappi”. Tvær ungar stúlkur, búnar íslensk- um þjóðbúningum, skírðu bát- ana. Þærvoru EsterGunnars- dóttir og Kristín Lárusdóttir. Til bátakaupanna var safnað af Árna Vigfússyni kr. 11.000.00 og kr. 18.000.00 voru ágóði af hátíðarhöldum dagsins frá 1951-1956, og fengin var víxill hjá Spari- sjóði Ólafsvíkur að upphæð kr. 25.000.00 sem greiddur var síðan á nokkrum árum. 27. okt. 1957 voru gerð kaup á húseigninni "Útgarðar” í Ólafsvík, eign Eliníusar Jóns- sonar, ásamt tilheyrandi lóð sem er um 3000 ferm.Kaup þessi voru gerð vegna sérstak- 6

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.