Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Page 9
Fróði 36 lesta bátur keyptur vorið 1951.
línan úr hampi og var bæöi
þung og léleg miðað við það
sem nú er. Árið 1943 kaupir
Víglundur ásamt Lárusi heit-
num Sveinssyni 18 tonna bát
sem hét Framtíðin. Það sama
ár var Snæfellið látið í heil-
mikla viðgerð, hækkaðar
lunningar og fleira. Þegar
Snæfell kemur úr slipp, tekur
Lárus við Framtíðinni, og er
með hana þar til hún ferst
með svo hörmulegum hætti
27. september 1947 hér á
höfninni í Ólafsvík.
Árið 1947 selur Víglundur
Snæfellið tii Keflavíkur. Sama
ár kaupir hann mb. Björn
Jörundsson, 28 lesta bát.
í febrúar 1951 er Víglundi
ásamt fleiri útgerðarmönnum
boðið til Lofoten í Noregi af
Fiskifélagi íslands. Fær hann
þá Guðlaug Guðmundsson til
þess að róa bátnum fyrirsig á
meðan. Þegar Víglundur er
komin suður þá skeður það
að Björn Jörundsson sekkur
út af öndverðarnesi, mann-
björg varð. Allri áhöfninni var
bjargað um borð í mb. Egil en
skipstjóri á honum var Guð-
mundur heitin Jensson.
Kokkur á Birni var Vilhjálmur
heitin Kristjánsson. Gat hann
ekki yfirgefið hið sökkvandi
skip fyrr en hann var búin að
ná í forláta steikarapönnu
sem hann notaði við matseld
þar um borð. Hann vissi ekki
hvenær hann fengi svona
góða pönnu aftur.
Við þessi tíðindi hættir
Víglundur við Noregsferðina.
Fær hann Elinberg Sveinsson
sem áður var vélstjóri á Birni
Jörundssyni til þess að koma
suður og sækja Snæfellið. Þá
hafði illa gengið með
greiðslur og skipinu illa við-
haldið. Þeir komu skipinu í lag
og fóru með það vestur og
hófu þar róðra. Snæfellið var
mörg ár í Ólafsvík eftir þetta
og var svo seinna selt Guð-
laugi Guðmundssyni.
Vorið 1951 kaupir Víglund-
ur mb. Fróða 36 iesta bát. Er
hann formaður á honum fram
á sumar 1953 en þá hættir
hann alveg til sjós.
Árið 1947 reisa þeir
Víglundur og Lárus heitinn
fiskverkunarhúsið Hróa og
eru þar með aðstöðu til beitn-
ingarog húsnæði fyrirveiðar-
færi. Hlutafélagið Hrói hf. er
síðan formlega stofnað 10.
febrúar 1951. Eigendur voru
þeir Víglundur, Guðni og
Sumarliði Sumarliðason,
yngri, Soffanías Guðmunds-
son og Lúðvík Kristjánsson.
Áttu þeir allir 25% á móti Víg-
lundi. Byrjað var að verka fisk
hjá Hróa hf. í janúar 1951.
Fyrsti verkstjóri þar var Ár-
sæll Jónsson og þeir menn
sem þar. byrjuðu voru Sigurð-
ur Brandsson, Ágúst Lárus-
son, Skarphéðinn Guðbrands-
son, Júlíus heitinn Sveinsson,
Snæfell keypt 1937.
9