Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Blaðsíða 11
Portúgölum finnst á þá
hallað. Gerðu Þeir kröfu um
að fslendingar keyptu meira
af vörum en áður. Það var úr
að ákveðið var af íslenskum
stjórnvöldum að smíðaðir
yrðu tveirskuttogarar, um 500
lestir að stærð hvor.
Mjög mikil ásókn var í þessi
bæði skip en fyrir mikinn
dugnað Víglundar tókst
honum að koma því til leiðar
að annað skipið kom hingað
til Ólafsvíkur . Hlutafélagið
Útver hf. var stofnað í þeim
tilgangi að kaupa þetta skip
og um vorið 1980 kemur Már
SH. 127 hingað til Ólafsvíkur
og er hið glæsilegasta í alla
staði. Stærstu eigendur í
Útver hf. eru Ólafsvíkurbær,
Hrói hf. Bakki hf. Hraðfrysti-
hús Ólafsvíkur hf. og þrír
aðilar á Hellissandi. Víg-
lundur var fyrsti stjórnarfor-
maður þess. Síðasta skip til
þessa sem Víglundur lét
smíða er Jökull SH. 215 og
kom hann frá Póllandi í júlí
1984, 222 lestir að stærð.
Hann varseldurtil Hraðfrysti-
húss Ólafsvíkur í febrúar
1986.
Hrói hf. sem eins og áður
sagði, var stofnað árið 1951,
hefur um árabil verið eitt af
stærstu saltfiskfyrirtækjum
landsins. Ársframleiðsla
hefur verið á bilinu 900- 1500
tonn af saltfiski. Víglundursat
í stjórn SÍF og einnig varhann
í stjórn LÍÚ um árabil.
Félagsmálastörfum hefur
hann sinnt vel og lengi. Hann
var einn af stofnendum
Kaupfélagsins Dagsbrúnar.
Átti lengi sæti í hreppsnefnd
Ólafsvíkur og ennþá lengur í
hafnarnefnd og var í mörgum
fleiri félögum og stjórnum. í
dag eru rúmlega 52 ár liðin
síðan útgerðarsaga Víglundar
hófst og er hún ennþá í fullum
gangi. Ekki er djúpt í árina
tekið þegar sagt er að störf
hans hafi skilað miklum
árangri bæði fyrir Ólafsvík og
þjóðina alla.
Formennskuár Víglundar
gengu vel í alla staði Hann var
alltaf með úrvals mannskap,
enda var aflinn eftir því.
Flestar vertíðir var hann afla-
hæstur enda var hart sótt, farið
í kannski 100 róðra yfir
vertíðina Víglundur kvæntist
Kristjönu Tómasdóttur frá
Bakkabúð á Brimisvöllum
þann 14. mars 1942. Þau
eignuðust þrjú börn sem öll
starfa hjá Hróa hf. sem nú er
sameign þeirra og Víglundar.
Kristjana lést í júní 1986.
Ég hef hér að framan stiklað á
stóru um starfsferil Víglundar
Jónssonar. Margt er það sem
ekki kemur fram í þessari
grein, sem ætti héraðvera,en
mjög viðamikið, er að skrifa
grein um mann sem tengist
svo mikið uppbyggingu heils
byggðarlags sem Ólafsvíkur
og ætla að taka allt með. Það
verður vonandi gert síðar.
Pétur S. Jóhannsson
!
Framtfðln, bátur Vlglundar og Lárusar Svalnsaonar.
11