Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Síða 12
Hugleiðing á sjómannadegi
Sjómannasöngur
Og út á íslands mið
meö sólu sigldum við,
hið salti drifna lið.
Og farið jók sinn skrið,
-við stóöum hlið við hlið
og heyrðum þungan nið.
Og þegar kom á Svið,
við gáfum engan grið,
-sá guli haföi ei lengur nokkurn
frið.
Er stafn i bylgju hjó
varð sumum um og ó,
þvi enn var hert á kló.
Og vestangarrinn sló
á stögin strengd og mjó
- og stráklingur spjó.
En þegar hann svo dró
hinn fagra fisk úr sjó,
hann fann, hve gaman varaðlifa-
og hló.
Oft vöknaði okkar laf,
er skutinn keyrði í kaf
hið kalda Ránar traf.
Eri æðið fór þó af
- og saklaus aldan svaf
við sælan geislastaf.
Og dátt var okkar skraf
um gullið, sem hún gaf.
- Ó, góða skip! Ó, fagra
Atlantshaf!
I dag er okkar fri.
- Við erum engin þý:
Við elskum brimsins gný,
en einnig hopp og hí,
og út um borg og bý
sem bræöur syngjum þvi,
uns gleðin björt og hlý
skín hverju auga í.
- Og einhvern daginn siglum við á
ný.
Jóhannes úr Kötlum.
Já, i dag er sjómannadagurinn,
sem er eins og nafnið bendir til,
dagur sjómanna. Þá eiga þeirallir
fri. Koma i land og gera sér
dagamun. Allirsagoi ég. Nei þvi
miður er það ekki svo. Allt og
margir sjómenn fá alls ekki fri á
sjómannadaginn. Heyrt hefur
maður um útgerðir sem stila upp
á það að vera búnar að koma i
höfn nógu snemma, svo ekki
þurfi að liggja i landi á jólum,
páskum og jafnvel sjálfan sjó-
mannadaginn. Oft hef ég verið
hissa á sjómannadegi, yfir þvi
hversu margir sjómenn eru á sjó,
og spurt sjálfa mig og reyndar
sjómenn líka, hvers vegna ekkisé
gert ráð fyrir þessum fridegi sjó-
manna í vinnuplaninu, og þeim
öllum gert kleift að sigla i land
þennan dag. Eg hef syo sem
heyrt skýringarnar, það yrði svo
hræðilega dýrt. Já það er svo
margt í félagslega þættinum sem
þykir allt of dýrt í þessu blessaða
þjóðfélagi okkar, þarsem alltmiðast
út frá beinhörðum peningum. Það
er t.d. dýrt að eiga börn, þau eru
ekki inn i planinu. Þjóðfélagið
hefur ekki efni á því að konur séu
heima, og helaur ekki á því að
reka dagheimili sem skyldi. Sama
sagan er um dvalarheimili
aldraðra. Helst vilja fyrirtæki ekki
vinnukraft sem verður eitihvað
frá vegna barneigna eða umónn-
unar barna og gamalla. Ég ve't
um dæmi þar sem mjög fær og
vel menntuð (ung) kona varð að
fullvissa vinnuveitanda um að
hún myndi ekki eignast barn i
náinni framtíð, áður en hún fékk
Ester Gunnarsdóttir.
starfið. Það sem ég vildi segja,er
að mér finnst vanta nokkuð mikið
á að atvinnufyrirtæki almennt i
landinu, með undantekningum
þó, aðlagi sig manninum, heldur
er það alltaf hann sem verður að
aðlaga sig fyrirtækinu, hvað sem
það kostar. Allir þekkja
afleiðingarnar. Fólk hefur engan
tíma, hvorki fyrir sjálfan sig,
heimili sín, né ættingja og vini. Er
ekki kominn timi til að stokka upp
spilin, staldra við til að endurmeta
hlutina, okkur sjálf. Taka þá tillit
til þeirra sjálfsögðu mannrétt-
inda að fá að njóta lifsins,
börn,alaraðir og ailir hinir. En
ekki meira um þetta.
Ég ætlaði að tala um
sjómannadaginn. Svo langt sem
ég man hef ég haldið hann hátið-
legan, oftast hér i Ólafsvik og
alltaf þótt jafn gaman að sjá
þessa blessaða “dáðadrengi“
bregða á leik, i pokahlaupi.beitn-
ingu, reiptogi,knattspyrnu,boö-
hlaupi o.ft. o.fl. Stundum hefur
12