Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Blaðsíða 22
alltaf sama manninn vera við
baujuna, í hverjum róðri, það
var aldrei skipt. Ég lenti í því,
svo ég fékk að sofa bæði stím
og tvo tíma meðan verið var
að draga. Þetta var mikið
betra. Eitt sinn rérum við
einskipa. Spáin var slæm en
kallinn sullaði sér í þetta. Við
rérum norður eftir, undir
Jökul. Eitt sinn pegar ég er að
keyra að baujunni sé ég blá-
leitt Ijós rétt við baujuna. Ég
var síðast að skilja í hvaö Ijós
þetta gæti verið. Jæja, ég fer
niöur í mótorhús að hella olíu
á apparatið til aö smyrja
vélina. Þegar ég er niðri,
byrjar báturinn að velta þessi
lifandi ósköp. Ég hélt að komið
væri hávaðarok, það hafði
verið blankalogn þegar ég fór
ofan. Þegar ég kem upp í
stýrishús og lít út um annan
gluggann, þá sé ég að það er
blankalogn en báturinn veltur
þessi ósköp. Þegar ég lít út
um hinn gluggann sé ég þetta
ferlíki við síðuna. Alveg
klossfast viðsíöuna. Þetta var
kafbátur. Ég hennti mér á
gólfið í stýrishúsinu og læt
mig velta úrdyrunum niðurá
dekkið og skríö eftir dekkinu
fram í lúkar. Ég var svo hræddur
Þegar ég kem fram í lúkar til
kallsins, segi ég honum að
það sé kafbátur við síðuna.
Kallinn stekkur fram úr og
upp stigann. Þegar hann
kemur upp í gatið, hoppar
hann niður sjálfur. Svo segir
hann mér að fara aftur í og
setja fulla ferð í land. í því
vaknar mótoristinn Bjarni hét
hann frá Selhól og spyr hvort
viö séum vitlausir aö ætla að
keyra í land, það sé ekki til
annars en að láta skjóta okkur
niður. Það yrði bara til þess,
að þeir á kafbátnum héldu að
við værum að fara segja til
þeirra. Þá myndu þeir frekar
skjóta okkur en láta okkur
sleppa í land. Svo það var
hætt við að fara í land. Síðan
stóðum við ég og kallinn
saman baujuvaktina. Eftir
skamma stund lét hann sig
síðan hlunkast niður og við
sáum ekki meira til hans. Ég
var drulluhræddur, ég held að
ég hafi ekki verið hræddur út
á sjó fyrr en þá.”
Þorsteinn Hansson er en
vinnandi. Hann vinnur hjá
Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur og
lætur ekki deigan síga. í vetur
vann hann á meðan unnið var
og gaf mörgum yngri mann-
inum ekkert eftir. Hann seg-
ist vera að hugleiða að fara
draga eitthvað úr vinnunni.
En þegar hann var spurður
hvort það hafi ekki staðið til
áður, þá jánkaði hann því.
Segist vera að vinna fyrir bíl-
skúrnum sem hann reisti í
fyrra. Hann segist vera góður
til heilsunnar.
"Drottinn gaf mér dýrlega
heilsu. Það er Hann sem held-
ur lífinu í mér. Ég veit það.”
Þorsteinn hætti til sjós á
árinu 1973. Þá var hann með
Gunna Gunn á Skálafellinu.
Þó Þorsteinn hafi hætttil sjós
1973, þá eru ekki nema tvö ár
frá því að hann hætti að beita.
Hann er orðin langur og
afkastamikill vinnudagurinn
sem Þorsteinn hefurskilaðað
sér. Eftir alla þá erfiðisvinnu
sem hann hefur leyst svo vel
að hendi, erekki nema von að
hann sé æðri máttarvöldum
þakklátur fyrir hve góða
heilsu hann hefur.
Við óskum öll Þorsteini að
hann megi hafa ástæðu sem
lengst til að vera þakklátur
fyrir heilsu sína og óskum
honum alls góðs.
Sigurjón Egilsson.
COSTA DEL SOL, TYRKLAINID, TÚNIS, GRIKKLAND, KÍNA
FLUG, BÍLL OG SUMARHÚS, RÚTUFERÐIR.
ÓLAFSVÍK
SJöfn og Guðrún
Aðalstelnsdætur
Brautarholtl 7
síml 93-6155 - 6444
355 Ófafsvík
FERÐASKRIFSTOFAN
22