Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 7
HÁKON BJARNASON:
Alaskaför haustið 1945
i.
í ágústmánuði í fyrrasumar tókst ég ferð á hendur til
Alaska á vegum Skógræktar ríkisins- Erindi fararinnar
var að skoða trjágróður og skóga við Prince Williams-
flóa og á Kenaiskaga, en þar eru vaxtarskilyrði svipuð því,
sem er hér á landi. Ennfremur var förin gerð til þess að
kynnast mönnum á þessum slóðum, er síðar gæti orðið
oss að liði við fræsöfnun.
Um átta ára skeið hefir Skógrækt ríkisins haft sam-
band við marga þeirra manna, sem vinna í skógarþjón-
ustu Bandaríkjanna í Alaska. Fyrir sérstaka greiðvikni
og lipurð þessara manna hefir tekizt að fá nokkuð af trjá-
fræi hingað til lands, einkum árin 1940 og 1941. En eftir
að Bandaríkin fóru í stríðið var ekki unnt að fá nokkurn
mann til fræsöfnunar, og því féllu fræsendingar niður
um nokkur ár, að því undanteknu, sem Vigfús Jakobsson
gat safnað haustin 1943 og 1944. Vigfús Jakobsson er frá
Hofi í Vopnafirði og hefir lagt stund á skógræktarnám í
Seattle í Bandaríkjunum um þriggja ára skeið. Hann hefir
þrisvar farið til Alaska á vegum Skógræktar ríkisins í
leyfum sínum frá skólanum á haustin. Fyrstu tvö haustin,
sem hann dvaldist þar, var mjcg lítið fræfall, og varð því
eftirtekjan af þeim ferðum fremur lítil, enda varð hann
að vinna aleinn að öllu, leita uppi fræberandi tré, fella
þau, safna könglum og koma þeim í þraskingu. Virtist