Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 8
6
Juneau, höfuðborg Alaska. Lega bæjarins minnir mjög á
Björgvin í Noregi.
okkur, sem að skógrækt störfum, tími kominn til þess að
gera ítarlega tilraun, að ná í meira fræmagn hingað til
lands en kostur hafði verið á hingað til. Þegar fréttir
bárust hingað á miðju sumri, að horfur væri á all miklu
fræfalli víða í Alaska, varð það að ráði landbúnaðarráð-
herra, Péturs Magnússonar, að ég brá mér vestur um haf.
Á vesturleið varð ég að hafa nokkura viðdvöl í New
York og Seattle sakir þess, hve erfitt var að fá farkost,
nema með all löngum fyrirvara. Kom ég því ekki til Juneau,
höfuðborgar Alaska, fyrr en hinn 23. ágúst.
Þótt ég væri 23 daga á leiðinni til Juneau, var ég samt
ekki nema um tvo sólarhringa á ferð, því að ég fór alla
leiðina með flugvélum. Sýnir þetta glöggt, að Alaska hefir
færzt nær íslandi en það áður var, og að í framtíðinni
getur það ekki verið nein frágangssök að afla fræs þaðan.
II.
Fyrstu vikuna í Alaska dvaldist ég í Juneau til þess að
afla mér fræðslu og upplýsinga um ýmislegt, sem mér
var nauðsyn að vita um landið og gróður þess. Sat ég lengst