Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 10
8
af í bókasafni skógræktarinnar, en þar mátti finna allt,
sem ritað hefir verið um Alaska; meðal annars sá ég þar
skýrslu hinnar íslenzku sendinefndar til forseta Banda-
ríkjanna árið 1875.
Þarna kynntist ég líka flestum þeim, sem ég hafði staðið
í bréfasambandi við undanfarin ár. Þarf ég ekki að taka
fram, að ég hafði mjög gaman af að kynnast þessum
mönnum, og ég tók eftir því, að þeim lék líka nokkur for-
vitni á að sjá og kynnast þessum íslending, sem þeir höfðu
haft mikið fyrir, bæði með því að safna fræi og svara
margs konar misjafnlega greindarlegum spurningum. Þar
hitti ég fyrst yfirmann skógræktarinnar í Alaska, B-
Frank Heintzleman, afburða duglegan mann, og hina
ágætu aðstoðarmenn hans, þá Charles G. Burdick og Char-
les H. Forward. Ennfremur kynntist ég skrifstofustjóran-
um Harry Sperling, sem reyndist mér hin mesta hjálpar-
hella. Undanfarin ár hafði ég haft einna mest samband við
Wellman Holbrook, en hann hafði nýlega látið af störf-
um sakir aldurs. En ég hitti hann nokkurum sinnum og
hafði gaman af glaðværð hans. Auk þessa kynntist ég
mörgum öðrum góðum drengjum, sem vinna í skógar-
þjónustu Bandaríkjanna, svo sem verkfræðingnum A. E.
Glover, féhirðinum L. E. Iversen, sem er Dani að ætt,
yfirskógarvörðunum John H. Brillhart, Alva Blackerby
og mörgum fleirum, sem of langt yrði upp að telja. Þessir
menn tóku mér sem fornkunningja og greiddu götu mína
af fremsta megni. Án aðstoðar þeirra hefði för mín eigi
borið þann árangur, sem hún gerði.
III.
Er ég hafði dvalizt viku í Juneau og farið þar um ná-
grennið var mér boðið í þriggja daga ferðalag á mótorbáti
suður til bæjarins Sitka, hinnar gömlu höfuðborgar
Alaska. Fór ég ferð þessa ásamt þeim Harry Sperling
og John Brillhart. Við Alaskastrendur eru skip og flug-