Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 12
10
hurfu síðan aftur inn í myrkviðinn. Laxar stukku út um
allan sjó, en máfar og ernir svifu yfir vötnunum. Hvíldi
mikil kyrrð yfir landinu, enda er það að mestu óbyggt.
Við sáum aðeins tvær litlar byggðir á ströndinni þá tvo
daga, sem við sigldum milli Juneau og Sitka, og var önn-
ur í eyði. Hin var niðursuðuverksmiðja fyrir lax og
skruppum við þar í land til þess að skoða hana. Við kom-
um þarna í lok vertíðarinnar, og var verksmiðjan nýhætt
störfum- Samt var stórfróðlegt að sjá vélarnar, sem taka
við laxinum beint af löndunartækjunum, hreinsa hann og
skera og setja hann í dósir, án þess að mannshendi snerti
hann. Þarna voru þrjár vélasamstæður hlið við hlið, svo
að afköst slíkrar verksmiðju hljóta að vera mjög mikil
meðan á vertíð-stendur.
IV.
Næsti áfangi okkar var í Fish Bay, sem er lítill fjörður
skammt norðan við bæinn Sitka. Þar var verið að undir-
búa mikið skógarhögg á næstu mánuðum með því að leggja
vegi upp frá fjarðarbotni og brúa ár. Þurfti skógarvörður-
inn að koma þarna til þess að líta eftir, að allt væri unnið
samkvæmt settum reglum. Dvöldum við því hálfan dag og
alla næstu nótt á þessum slóðum og gengum þá nokkuð
um skóginn. Þarna voru yfir 20 skógarhöggsmenn að
verki. Bjuggu þeir í stórum skálum, sem reistir voru á
miklum trjábolum, svo unnt væri að fleyta þeim á milli
staða eftir þörfum. Aðbúnaður manna virtist mjög sæmi-
legur, en þó furðaði mig mest á því um kveldið, er þeir
buðu mér að eta með sér, hversu mikinn og góðan kost
þeir höfðu. Ég hefi sjaldan verið í veizlu, þar sem ég
hefi séð fjölbreyttari krásir eða kjarnbetri mat á borðum.
En mér var sagt, að því væri yfirleitt þannig háttað við
allt skógarhögg um alla vesturströnd Ameríku, að mat-
ur væri svo mikill og góður, að eigi væri annars staðar
betri kost að fá. Sá ég síðar, að þetta var hverju orði sann-