Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 16
14
með þessi tré, hvers má þá ekki vænta af sitkagreni, sem
ættað er af enn norðlægari stöðum, t. d. úr botni Prince
Williamsflóa?
V.
Ég dvaldist í bænum Sitka um sólarhring og fór nokkuð
um nágrenni hans með ferðafélögum mínum og Ben
Miller, sem er vörður við þjóðgarðinn í Sitka (Sitka
National Monument). Fórum við fyrst upp í fjöllin ofan
við bæinn upp í 600 metra hæð til þess að skoða skógar-
gróðurinn þar. En í þessari hæð vorum við rétt við skóga-
mörkin. Hefir mér reiknazt svo til, að meðalhiti mánað-
anna í 500 metra hæð ofan við Sitka sé mjög svipaður
og á Akureyri, ef farið er eftir leiðréttingum þeim, sem
kenndar eru við Wildske, og notaðar eru til að finna út
meðalhita í mismunandi hæð yfir sjó.
Sitka 1400 Akur-
við sjó m hœð eyri
Janúar H-0,4 -Fi,8 -7-1,0
Febrúar 0,5 -k°>7 ^-0,9
Marz 0,2 -f-0,1
Apríl 4,9 2,7 2,1
Maí 8,3 6,0 6,1
Júní 8,3 9,7
JúH ... . 13,0 10,6 11,0
Ágúst 13,2 10,8 10,3
September 8,7 7,6
Október 7.1 5-3 2,9
Nóvember 3,4 2,6 0,9
Desember . ... 0,8 -r-0,2 4-0,2
Samanlagður hiti mánaðanna júní til september er
38,6° á Akureyri en 38,4° í 400 metra hæð yfir Sitka, en
samanlagður hiti mánaðanna apríl til október er 49,7° á
Akureyri en 52,4° í Sitka. Verður tæpast annað sagt en
að hiti sé líkur á þessum stöðum, svo framarlega sem