Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 18
16
treysta má leiðréttingum Wildskes, en þar eð fjallið rís
beint upp af bænum Sitka, ætti slíkt að vera óhætt. Hins
vegar er án efa miklu meiri úrkoma í nágrenni Sitka en
við Akureyri, og má vera, að það geti torveldað flutning
milli þessara staða. En í 400 metra hæð ofan við Sitka er
hár og mikill skógur. Þar vex bæði marþöll og fjalla-
þöll (Tsuga mertensiana) og ennfremur dálítið af
Alaskasedrusviði (Chamaecyparis nootkatensis). Þótt
undarlegt megi virðast er stikagreni hvergi í hlíð-
unum rétt við bæinn svo að nokkuru nemi. í 500
metra hæð óx nærri einvörðungu fjallaþöll og eftir
því, sem ofar dró, varð hún æ lágvaxnari og hnýttari í
vexti og við skógamörkin voru hundgömul tré, sem varla
náðu mannhæð. Ofan við hin eiginlegu skógamörk tók við
þétt og skriðult elrikjarr- Elri þetta (Alnus sinuata), vex
hvarvetna um Alaska, þar sem nokkur trjágróður þrífst,
en það er skriðult og verður sjaldan meira en mannhæð.
Það líkist mest þéttu birkikjarri hér á landi og minnti
mig mjög á skóginn Flóka í Búrfelli. Tók ég ofurlítið af
fræi þessarar tegundar, fremur til gamans en nytja, en
þó er ekki fyrir það að synja, að einhver not kunni að verða
af elrinu hér, því að það hefir sömu hæfileika og ertu-
blómin til að vinna köfnunarefni úr lofti.
í Sitka er margt einkennilegt að sjá, bæði úr sögu
Indíána og eins frá veru Rússa þar, en svo sem mörgum
mun kunnugt, var Sitka stærsti og athafnasamasti bær á
allri vesturströnd Ameríku fyrir rúmum 100 árum. Við
suðurenda bæjarins er afgirt svæði, þar sem safnað hefir
verið saman ýmsum minjagripum Indíána, og auk þess er
þar all mikið safn alls konar muna og verkfæra, sem
Eskimóar og Indíánar í Alaska hafa notað á liðnum öld-
um. Var mjög margt að sjá í safninu, sem er í elzta stein-
húsi Alaska, sem byggt var nokkuru fyrir síðustu alda-
mót. Af öllu því, sem ég sá, þótti mér ,,totem“-súlur Indí-
ánanna lang merkilegastar. Það eru útskornir trjástofnar
úr sedrusviði, en sá viður fúnar mjög seint, enda þótt hann