Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 19
17
sé í miklum raka og úrkomu. Geta súlurnar orðið á annað
hundrað ára, án þess að láta mjög' á sjá. Súlurnar eru
oftast um 15—20 metrar á hæð og eru reistar upp á end-
ann. Þær eru skreyttar hinum einkennilegustu myndum
mannsandlita og dýra, og virðist þetta vera í einkennileg-
um hrærigraut, hvað innan um annað. Hinir fyrstu trú-
boðar, sem komu til Alaska, töldu að þetta væri skurðgoð
Indíána og gerðu sér far um að eyðileggja þær í stað þess
að forvitnast um, hvað þær ætti að tákna. Og það var
engin furða, að þeim skjátlaðist, því að enn halda margir,
sem koma til Alaska í fyrsta sinn, að þetta sé hinir fornu
verndarvættir Indíána, sem stara á þá af súlunum. En
súlur þessar eiga ekkert skylt við trúarbrögð, enda eru
Indíánar að sögn kunnugra trúlausir með öllu, enda þótt
þeir játist undir einhver trúarbrögð að nafninu til.
„Totem“-súlurnar eru hins vegar letur Indíánanna, þar
sem sögur ættarinnar eru skráðar með öxi og skærum
litum. Hver mynd á að tákna einhvern atburð úr ættar-
sögu þess höfðingja, sem látið hefir reisa súluna, eða þá
einhver afreksverk hans, sem þeim er annt um að falli
ekki í gleymsku. Þannig var t. d. prýðilega vel út höggvin
mynd af Abraham Lincoln á einni súlu, og átti hún að
tákna afnám þrælahaldsins, en við það tengdu Indíánar
vonir um betri daga handa sínum eigin kynþætti. Súlur
þessar eru oft afar skrautlegar að sjá og tilkomumiklar.
Hafa þær einkennileg áhrif á marga við fyrstu sýn, því að
þarna standa menn allt í einu andspænis mörg þúsund
ára gamalli menningu, sem er ljóslifandi, og það er sér-
kennilegur stíll, sem birtist í þessum haglega gerðu en
stórskornu myndum, stíll, sem er gerólíkur öllu því, sem
vér þekkjum og erum vanir.
Því miður eru flestar sögur þær, sem skráðar hafa verið
á súlurnar, gleymdar með öllu. Margar hafa dáið út á síð-
ustu áratugum með gömlu fólki, en einstaka hafa geymzt
og verið skráðar. Ben Miller sagði okkur frá því, sem stóð
á einni súlunni, og þótt hann færi fljótt yfir sögu, þá tók
8