Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Síða 20
18
það hann nærri hálftíma að skýra frá helztu atburðum,
sem súlan geymdi í myndum sínum.
Af öllu, sem ég sá í Sitka, þótti mér súlur þessar lang
merkilegastar, og miklu fannst mér þær merkilegri en
grísk-kaþólska dómkirkjan, er Rússarnir byggðu þar, enda
þótt margir telji það hús eitt hið mei'kilegasta, sem er í
Alaska frá liðnum tímum. 1 kirkjunni voru svo sem margir
dýrmætir munir úr skíru gulli og silfri, skreyttir dýrum
steinum og haglega smíðaðir, en þeim ægði saman við
glansmyndir af dýrlingum og rússneskum keisurum og
stórhöfðingjum, svo að kirkjan var langtum líkari forn-
gripaverzlun en guðshúsi. Hinn grísk-kaþólski söfnuður í
Alaska er ekki stór, en það eru einkum Indíánar, sem ját-
azt hafa þessari trú. Er sagt að þeir gangist mjög fyrir
skrauti því og prjáli sem í kirkjunni er, en kæri sig hins
vegar minna um kristilega breytni. Um prestana var mér
sagt, að þeir léti þetta gott heita, en húsvitjuðu einu sinni
á ári í lok laxveiðanna.
Bærinn Sitka liggur á dásamlega fögrum stað við breitt
sund með eyjum og hólmum. Beint í vestur rís eldfjallið
Edgecumbe úr sjó. Það er mjög líkt Snæfellsjökli að lögun,
og mér virtist það langtum síðari tíma jarðmyndun en
önnur fjöll og eyjar umhverfis Sitka. Nálægt Sitka eru
heitar laugar á tveim stöðum, en þær eru annars sjald-
gæfar í suðaustur Alaska, þótt hins vegar sé mikið af
þeim þegar kemur vestur á Alaskaskaga. Inni á meginland-
inu eru laugar á einstöku stað, en þær eru yfirleitt ekki
mjög heitar.
Skilyrði til landbúnaðar eru lítil eða engin, og verður
að flytja kjöt og mjólk að um langar leiðir. Hins vegar er
mikið skógarhögg umhverfis Sitka, og væri hægt að hafa
þar mikinn viðariðnað, en eins og sakir standa, er þar nú
aðeins ein sögunarmylla. Skammt innan við bæinn er
stórt og djúpt gil, og þar fellur mikil á til sjávar, sem
hægt væri að fá óhemju raforku úr.
Þegar við kvöddum Ben Miller í Sitka og þökkuðum
i