Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Side 24
22
gætir sjógangs af Kyrrahafi síður inni á flóanum. Hvar
sem litið var til lands, hvort heldur var til austurs, norð-
urs eða vesturs, risu tindótt fjöll beint úr sjó. Voru þau
ærið kaldranaleg ásýndum, því að samfelldur jökull liggur
á þeim umhverfis allan flóann. Ótal skriðjöklar ganga í
sjó fram, og meðal þeirra er Columbiajökullinn, sem er
með stærstu skriðjöklum í Ameríku. Þegar skipið var
komið út á miðjan flóa, var ekki annað að sjá en snævi
þakin fjöll, hvar sem litið var til lands. fsrek er oft all
mikið á flóanum, og er maður sér þetta í fyrsta sinni,
finnst manni furðulegt, að nokkur gróður skuli geta þrif-
izt á hinni mjóu strönd milli sjávar og himinhárra fjalla.
Mér varð ósjálfrátt á að líkja þessu landi við Snæfjalla-
ströndina við ísafjarðardjúp, og fannst það þó enn kald-
ranalegra.
Að aflíðandi hádegi var orðið býsna svalt að hafast við
úti á þiljum, svo að ég fór að rabba við Jacobsen um ýmis-
legt. Hann hafði gaman af að rifja upp sumt sem hann
mundi frá komum sínum til íslands, en það var orðið
nokkuð slitrótt sem vonlegt var. Einna bezt mundi hann
eftir Þorvaldi Björnssyni „pólitíi“, því að hann hafði elt
Jacobsen og félaga hans um bæinn, en þeir höfðu stolizt
á bak einhverjum bikkjum inni við þvottalaugar og riðið
á þeim um bæinn til að skoða hann. Höfðu þeir mikla
skemmtun af þessum eltingaleik.
VII.
Eftir 9 stunda ferð yfir flóann, lentum við á stað, sem
heitir Point Pakenham og er inn með Collegefirði, en sá
fjörður gengur norður úr flóanum og er 30 km á breidd,
en svipaður að stærð og lögun og Hvalfjörðurinn. Við
gengum á land skammt norðan við 61° norðlægrar breidd-
ar, og varð ég þarna eftir ásamt tveim af mönnum þeim,
sem Vigfús hafði ráðið til fræsöfnunar. Dvaldist ég þarna
í 10 daga við könglasöfnun hjá skógarhöggsmönnum.