Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 25
23
Þarna voru 4 stórir skálar, og í þeim bjuggu rúmlega 20
manns. Voru vistarverurnar hinar sæmilegustu, en legu-
rúm þau, sem við fengum, hefði getað verið betri, en við
urðum að reka þau saman úr fjölum, og þóttu þau nokkuð
hörð, unz maður vandist þeim. Hins vegar var allur matur
með afbrigðum góður, eins og áður er sagt, enda veitti
ekki af að fóðra karlana vel, því að þarna var unnið af
fádæma kappi. Þeir hófu starf sitt klukkan 8 að morgni,
er þeir höfðu raðað í sig alls konar góðgæti, og unnu til
hádegis. Þá var etið af sama kappi sem unnið var við skóg-
arhöggið, en síðan var unnið án nokkurrar tafar til klukk-
an 5 að kveldi. Þá var matazt um 6 leytið og gengið til náða
um 9 leytið. Hér var aldrei kaffihlé, eða neitt slíkt og
notaðist því vinnutíminn ágætlega vel. Vinnuskipting var
og ágæt, 6 manns unnu við að fella trén, aðrir 6 við að
draga þau til sjávar með stóru spili, og enn nokkurir við
að binda þau saman í stóra fleka, sem síðar var fleytt til
sögunarmyllurnar. Þarna var og matreiðslumaður oghjálp-
arkokkur, formaður og undirformaður, svo að þetta líktist
mest starfsskiptingu á skipi.
Við frætínslumennirnir fylgdum skógarhöggsmönnun-
um eftir og tíndum könglana af trjánum jafnskjótt og þau
féllu. Þeir höfðu ekki undan okkur, svo að við urðum
stundum sjálfir að fella tré handa okkur, sem okkur leizt
vel á. Hér var lang mest af sitkagreni, og óx það alveg
ofan í fjöru og upp í 100—200 metra hæð, en úr því að
kom í 100 metra hæð, varð meira um fjallaþöll, og ofan við
200 metra var nærri einvörðungu þallarskógur. Náði hann
upp í um 300 metra hæð. Var það hending ein, ef maður
rakst á fjallaþöll við sjávarmál. Marþöll óx þarna á einum
stað í litlum lundi, og mun þetta vera með vestustu vaxtar-
stöðum hennar.
Á þessum stað var mjög brattlent og lítið undirlendi
milli fjalls og fjöru. Á einum stað mun það hafa verið á
annað hundrað metra, og mun það hafa verið hið mesta
þarna á höfðanum- Hlíðarnar voru mjög brattar og sums