Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 26
24
staðar illkleifar, og gerði það okkur mjög óhægt um vik
við söfnun könglanna. Samt náðum við 20 pokum af sitka-
grenikönglum, einum litlum poka af fjallaþallarkönglum
'og hálfum poka af marþallarkönglum. Tók það lengstan
tíma að tína þá, því að þeir voru lítið stærri en bláber. En
auk þessa tók ég bæði rætur og fræ af ýmsum plöntum,
sem uxu á þessum slóðum, og mér virtist að fengur mundi
í að flytja hingað til lands. Einkum leizt mér vel á lúpínur,
sem uxu eftir endilangri ströndinni meðfram skógarjaðr-
inum. Geti sú jurt vaxið af sjálfsdáðum hér á landi og
breiðzt út, er áreiðanlega mikill hagur af því, þar sem lúp-
ínur bæta mjög allan jarðveg, sem þær vaxa í.
Elztu trén á þessum slóðum voru um eða allt að 400 ára
sitkagreni. Á skjólgóðum stöðum náðu þau nærri 40 metra
hæð og voru hátt á annan meter í þvermál í mannhæð frá
jörðu. Annars mun meðalhæðin hafa verið nálægt 30
metrum neðarlega í hlíðum og við ströndina, en ofar 1
hlíðum mun hæðin hafa verið 18 til 25 metrar. Hvarvetna
var mjög mikið af nýgræðingi 5 til 10 ára gömlum. Spratt
hann aðallega á föllnum, feysknum og mosagrónum
stofnum.
Fjallaþöllin var yfirleitt mikið lægri vexti en sitka-
grenið. Hæstu trén, er ég sá, munu hafa verið um 25 metr-
ar, en víða var hún 10—20 metra á hæð. Um aldur hennar
vissum við lítið, því að öll elztu trén voru orðin fúin að
innan.
Marþöllin var all há, en ekki urðum við varir við meira
en 17 tré af þeirri tegund. Hæsta tréð reyndist 35 metr-
ar, en hin voru nokkuru lægri. Þessi tré voru ekki nærri
eins gild og sitkagrenið, enda þótt þau væri hátt á þriðja
hundrað ára.
Jarðvegur var alls staðar mjög grunnur og hörð klöpp
hvarvetna undir. Bergtegundin í fjöllunum mun hafa
verið andesit eða ummyndanir af þeirri tegund. Andesit
er að samsetningu mitt á milli graníts og basalts, en á að
líta virtist mér allt grjót vera eins á lit og gerð og basaltið