Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Síða 28
26
á Vestfjörðum- Gat ég ekki séð neinn verulegan mun á
því og klöppum og fjörugrjóti vestanlands og austan. Hins
vegar var myndun fjallanna nokkuð ólík því, sem basalt-
fjöllin hér eru. Hin lægri fjöll, höfðar og ásar var allt
saman kollótt og ávalt líkt fjöllum í Noregi, en hæstu fjöll-
in voru tindótt og skörðótt líkt og Botnssúlur eru að sjá
utan úr Hvalfirði, en hæð tindanna norðan við Prince
Williamsflóa mun hafa verið milli 3000 og 4000 metrar,
en einstaka fjöll voru þó enn hærri.
VIII.
Meðan ég dvaldist á þessum stað, var veðráttan mjög
lík því, sem venjulegt er hér á landi á sama tíma árs. Að-
faranótt 4. september var hiti við frostmark, en daginn
eftir var stillt veður og bjart. Var fremur hlýtt um há-
degið, en undir kveld dró upp bliku. Um nóttina fór að
rigna, og að morgni hins 5. september var norðaustan
rok og rigning. Þetta veður hélzt allan daginn og næsta
dag og gerði okkur óhægt um vik við söfnunina, en að
kveldi hins 6. lygndi allt í einu, og þegar við komum út að
morgni hins 7. september var komið nokkuð frost. Allur
jarðvegur utan skógarins var stirðnaður og pollar lagðir.
Var mjög þægilegt veður allan þenna dag, sól skein í heiði
og sjórinn spegilsléttur út allan fjörð. Að morgni hins 8.
september var enn komið norðaustan rok með slyddu,
svo að fjöll gránuðu niður undir sjávarmál. Gerði mikið
frost um nóttina, en næstu tvo daga var komið bezta veður
á ný. Hinn 11- og 12. september var aftur rok og rigning
og fremur kalt. Næstu þrjá daga var þurrt að mestu,
lofthiti fór lækkandi með hverjum degi, en hinn 15. sept.
fór ég áleiðis til Anchorage, svo að ég gat ekki lengur
fylgzt með veðrinu við Prince Williamsflóa. En þeir, sem
bera vilja saman veðráttu við Prince Williamsflóa við
veðráttu hér á landi, munu fá greinilegastar upplýsingar í