Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 30
28
Ársritinu árið 1943, þar sem gerður er samanburður á
ýmsum stöðum í Alaska og hér á landi.
Samt sem áður þykir rétt að geta þess hér, að við
Prince Williamsflóa eru aðeins fáar veðurathugunarstöðv-
ar. Þó hafa veðurathuganir verið gerðar um all langt skeið
í Cordova, sem er við mynni flóans að suðaustan, í Valdez,
sem er við suðausturbotn flóans, og nú um fáein ár 1
Whittier, sem var mikil herstöð í stríðinu, en liggur í
þröngum firði sunnarlega á vesturströnd flóans. Næstu
veðurstöðvar að vestan eru í Seward, sunnarlega á Kenai-
skaga, og í Homer, sem liggur nokkuð inn með Cooksfirði
austanverðum. Að austan mun Yakutat vera næsta stöð,
þar sem veðurathuganir hafa verið gerðar um nokkura
áratugi.
Stöðvarnar Valdez, Yakutat og Homer hafa allar svip-
aðan sumarhita og hér er á Suðurlandi. í Valdez eru kald-
ari vetur en hér gerist, en hins vegar er mjög lítill munur
á vetrarhita hér og í Homer og Yakutat. En þær stöðvar
báðar liggja næstum fyrir opnu hafi, en hins vegar er
Valdez innst inni í löngum firði og há fjöll draga mjög úr
hafvindum. Cordova og Seward liggja aftur á móti á mjög
skýldum stöðum, og sakir þess er auðskilið, að sumarhiti
getur orðið all hár á báðum stöðunum. Pt. Pakenham mun
vera líkast Valdez, hvað veðurfar snertir, en þó munu
vetur vera mildari þar, af því að hafáttin nær sér betur
inn flóann þar en við Valdez. Um meðalhita í Whittier
verður ekkert sagt fyrst um sinn, þar sem veðurathuganir
hafa aðeins verið gerðar þar fáein ár. En fróðlegt verður
að sjá skýrslur þaðan eftir hæfilega langan tíma.
Fer hér á eftir tafla er sýnir meðalhita hvers mánaðar
á ofantöldum 5 stöðum í Alaska og ennfremur meðalhita
5 stöðva á sunnanverðu íslandi, til þess að lesandinn geti
borið meðalhitann saman á þessum slóðum- Framan við
staðarnöfnin í Alaska er tala, sem sýnir í hve mörg ár
veðurathuganir hafa verið gerðar á hverjum stað.