Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 32
30
íslenzku meðaltölin eru tekin úr Ársritinu 1943 bls. 30
og er þar skýrt frá, hvaða ár þau ná yfir.
IX.
Af fræsöfnun Vigfúsar Jakobssonar þenna tima er helzt
að segja, að hann fór suður til Pigot Bay, sem er lítil vík
vestur úr Prince Williamsflóa, um 25 km sunnar en Point
Pakenham. Þar er flatlendi nokkuð upp af víkinni og
sæmilegasti greniskógur, enda þótt hann sé ekki eins há-
vaxinn og á hinum staðnum. Þarna var fræfall langtum
meira en við Point Pakenham og auðveldara að ná köngl-
um. Sakir þess varð eftirtekjan hjá Vigfúsi langtum meiri
en hjá mér, en hins vegar fékk hann aðeins fræ af sitka-
greni, þegar undan er skilið ofurlítið af fjallaþallarköngl-
um, sem hann gerði út sérstakan leiðangur eftir upp í
hlíðar dalsins. Náði hann í 55 sekki af sitkagrenikönglum.
Þegar við höfðum lokið fræsöfnun á þessum slóðum um
miðjan september hélt ég áfram til Anchorage, svo sem
áður getur, en Vigfús fór aftur til Cordova með Jacob-
sen til þess að hjálpa honum til að koma þreskingu á stað,
en þresking svona mikils könglamagns er all mikið starf
og þarf góðan undirbúning, ef vel á að takast. Vigfús
skrapp í stutta ferð frá Cordova til þess að ná í fræ af
Alaskasedrusviði, sem vex á eyjunum vestur af Cordova.
Tókst honum að ná aðeins í tvær lúkur af því fræi eftir
mikla fyrirhöfn.
X.
í Anchorage dvaldist ég um vikutíma. Fór ég víða um
nágrennið og safnaði nokkuru af hvítgrenikönglum úr 400
metra hæð í fjöllunum ofan við Anchorage. Naut ég þar
mjög góðrar aðstoðar R. R. Robinsons, sem er yfirmaður
Alaska Fire Control Service, en sú stofnun hefir aðallega
það starf með höndum að gæta þess, að skógareldar brjót-