Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 34
32
ist ekki út, og að slökkva þá, er þeirra verður vart. Robinson
greiddi mjög götu mína og aðstoðarmaður hans, Pat
White, ók mér um allar jarðir eftir vild minni. Get ég ekki
nógsamlega þakkað þeim alla hjálpina, er þeir sýndu mér.
Auk þess, sem ég safnaði nokkuru fræi í grend við
Anchorage, fór Pat White með mér upp í Matanuskadal,
en það er aðal landbúnaðarhérað Alaska- Var þar margt
fróðlegt að sjá, og væri unnt að læra margt nytsamt með
því að kynna sér, hversu landbúnaður er rekinn á þessum
slóðum. Búskapur hófst í Matanuskadal um 1916, og voru
þar nokkurir bændur fram til þess, er Bandaríkjastjórn
flutti þangað rúmar 200 fjölskyldur á kreppuárunum 1935
og lét þeim lönd í té, og var hugmyndin, að byggja þarna
bændanýlendu. Því miður var svo illa til þessa stofnað, að
flestir bændanna flosnuðu upp, en það gæti verið mjög
lærdómsríkt fyrir Islendinga að kynna sér þetta nánara,
til þess að læra af þeim mistökum, sem þarna urðu. Erindi
mitt upp í dalinn var þó ekki að skoða landbúnaðinn, held-
ur vildi ég kynnast því, hvort ekki sæust nein merki land-
skemmda eftir búreksturinn, og einnig langaði mig til að
skoða jarðveginn, því að ég hafði óljósar fregnir af, að
hér væri lössjarðvegur. Ég fór heldur ekki neina fýluför á
þenna stað, því að bæði sá ég miklar gróðurskemmdir eftir
örtröð, og greinlega byrjun landskemmda sakir sandfoks,
og auk þess sá ég hvergi annað en lössjarðveg, hvar sem
ég fór á þessum slóðum.
XI.
Matanuskadalur er mjög víður og langur. Hann liggur
upp af botni Cooksfjarðar og er um 40 km á lengd, unz
dalurinn fer að þrengjast og landið að hækka. Breidd hans
er um 15 km í miðjum dal, en utar er hann langtum breið-
ari, og þar nær sléttlendi dalsins saman við eyrar Susitna-
árinnar, en flatarmál þeirra skiptir hundruðum ferkíló-
metra. Eftir endilöngum dalnum rennur Matanuskaáin,