Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 41
39
dvöldum, var alls staðar hinn sami og í Matanuskadal,
lössjarðvegur á sléttlendi og neðst í hlíðum, en er ofar dró,
voru grjótskriður og ruðningur undir efsta mosalaginu.
Landslag er mjög fjölbreytt á skaganum, og er víða mjög
fagurt. Fjöllin eru áþekk fjöllunum milli Eyjafjarðar og
Skagafjarðar að lögun, en hér voru miklu fleiri og dýpri
skörð milli einstakra tinda og fjalla. Má þræða dali þessa
eftir endilöngum skaganum án þess að fara nokkurs staðar
mjög hátt yfir sjávarmál. Yesturhluti skagans er mjög
flatlendur, og er langt frá strönd Cooksfjarðar upp að
fjallsrótum. Þar á ströndinni er lítið þorp, sem Kenai nefn-
ist. Þar vildu íslendingarnir þrír, sem fóru til Alaska árið
1874, að stofnuð yrði íslendingabyggð, er eyjan Kodik
væri fullnumin-
Fyrsta daginn, sem við Vigfús fórum út til fræsöfnunar,
rérum við yfir Kenaivatn og gengum þar upp á háan
hnúk. Fórum við upp í 650 metra hæð, en þar vorum við
rétt við skógamörkin. Uppgangan var erfið á köflum, því
að fjallið var snarbratt, en við Vigfús hugðum að gott
væri til fræsöfnunar þarna uppi, og því sveittumst við
allt hvað af tók upp brekkurnar, enda veitti ekki af deg-
inum, ef nokkur árangur ætti að verða. I 600 metra hæð
sáum við ljómandi fagurt sitkagreni um 10 metra á hæð.
Veittumst við að því og felldum það, þótt okkur þætti
báðum eftirsjón í jafn fögru tré í blóma lífsins. Tréð hafði
ekki annað til saka unnið, en að það bar óvenju mikið af
könglum efst í toppi. En ást okkar til föðurlandsins réð
því, að við lögðum það að velli. Fengum við nærri hálfan
poka af könglum af þessu eina tré, og þótti okkur för okk-
ar góð. Á leið okkar niður topphjuggum við tvö tré til þess
að ná könglunum af þeim, en það var erfitt verk og vont.
Einnig náðum við í nokkuð af þallarkönglum á niðurleið.
Vorum við þeirri stundu fegnastir er við komum aftur
niður að vatni undir kveld, því að svo hafði þorsti og mý-
vargur kvalið okkur um daginn, að þetta var með erfið-