Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 42
40
ustu dögum, sem ég hefi lifað. En okkur þótti erindi
þetta hið bezta, er við komum heim til Nelliar gömlu
um kveldið.
Næstu tvo daga fórum við víða um skagann og náðum í
all mikið af könglum, bæði af hvítgreni og eins af trjám,
sem við þóttumst vissir um að væri bastarður af hvítgreni
og sitkagreni. Ennfremur komumst við í kunningsskap við
ýmsa góða menn, er bjuggu þarna. Einkum höfðum við
gaman af að hitta Jack Lean, sem er kaupmaður á stað,
er nefnist Cooper Landing við vesturendann á Kenai-vatn-
inu. Jack Lean lofaði að taka aspargræðlinga handa
okkur í vetur, og gerði hann það. En aspir hafa þann leiða
galla, að ekki er hægt að senda fræ af þeim langar leiðir,
þar sem það missir spírunarhæfileika sinn á fáum dögum.
Á fjórða degi fórum við aftur til Seward og gengum
frá könglum þeim, sem við höfðum safnað, í umsjá Step-
hensonar skógarvarðar, og hann lofaði að senda okkur
fræið, er það væri þreskt. Sendi hann það síðan ásamt
græðlingum þeim, sem Jack Lean hafði tekið handa okkur,
og flutti um borð í skipið Yukon, sem hélt frá Seward í
byrjun febrúar þessa árs. En skipið strandaði og sökk í
ofviðri, rétt eftir að það hafði látið úr höfn, og þótti okkur
mikil eftirsjá að því ágæta fræi og hinum ýmsu sýnishorn-
um, sem við höfðum tekið þessa dagana á Kenaiskaga.
Svona fór um sjóferð þá, og því er nú verr, að fræ, slíkt og
við tókum í 600 metra hæð ofan við Kenaivatn, verður
seint fengið aftur, því að það geta liðið ótal ár, áður en
trén bera aftur fræ í þessari hæð- Þetta var hið mesta
óhapp.
XIII.
í Seward höfðum við Vigfús litla viðstöðu, við ætluðum
að bregða okkur til Homer, en af því gat ekki orðið sakir
óveðurs, og varð það því úr, að við fórum til Anchorage.
Þar vorum við á þriðja dag, en héldum þaðan norður til