Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 43
41
Paxon vatnið við Ricliardson þjóðveginn norður a£ Valdez.
Snævi þakin fjöll í baksýn.
Fairbanks, en sá bær er eins konar höfuðstaður megin-
lands Alaska. Fórum við nokkuð um næsta umhverfi bæj-
arins og litum á trjágróðurinn þar. En ekki virtist okkur
ástæða til að reyna að flytja neitt af honum til fslands,
því að hér er meginlandsloftslag, gerólíkt því, sem hér er.
Sumur í Fairbanks eru svo heit, að þar hefir tekizt að
rækta hveiti, en hins vegar eru vetur langir og strangir.
Enda leizt okkur eigi meira en í meðallagi vel á skóginn
á þessum slóðum. Fá tré voru yfir 10 metra á hæð, þau
voru að sama skapi grönn og seinvaxta og stóðu mjög
strjált.
f Fairbanks er háskóli, sem við skoðuðum, og þótt sá
skóli sé enn ekki ýkja stór, þá virðist allt benda til þess,
að hann eigi eftir að stækka og dafna á næstu árum. Því
er viðbrugðið, hve þar sé góður skóli í námugreftri, en
slíkt er varla að undra, þar sem mjög mikið gullnám er
rekið víða umhverfis Fairbanks, en annars staðar í Alaska
er margs konar námuvinnsla.
Frá Fairbanks fór Vigfús beint til Seattle, en ég til
Juneau, þar sem ég dvaldist enn í nærri viku. Þurfti ég í
ýmsu að snúast, ganga frá ýmsum sendingum af fræi og
öðru, sem þar hafði safnazt saman, og loks að kveðja kunn-
ingjana, sem höfðu hjálpað mér svo vel og drengilega, til