Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 44
42
Hæsta fjall Alaska Mt. Mc. Kinley, 6200 m á hæð.
Fjallið blasir við í suðurátt frá Fairbanks.
þess að árangurinn af förinni yrði sem beztur. Frá Juneau
hélt ég til Seattle hinn 8. október, en það fór fyrir mér eins
og mörgum öðrum, sem dvalizt hafa um stundarsakir í
þessu stóra og fagra landi, að ég kvaddi það með sökn-
uði og mikilli löngun til þess að geta komizt þangað ein-
hverntíma aftur. Það var svo margt, sem minnti mig á
ísland, á ferð minni um Alaska, að mér fannst oft og tíð-
um að ég væri heima í mínu eigin landi, og greiðvikni og
hjálpsemi fólks var svo einstök, að slíks munu einsdæmi.
XIV.
Þegar ég nú lít yfir farinn veg, er ég sit hér heima við
skrifborð mitt, þá kemur margt í hug, sem ég hefi ekki
getað komið í verk í þessari för minni, enda þótt árang-
urinn af sumu hafi orðið fram úr öllum vonum. Þannig
langaði mig mjög til að afla fræs af fjallaþin (Abies
lasiocarpa), en sú tegund vex ekki neins staðar við sjó
fram, og yfirleitt þekkja menn ekki útbreiðslu hennar
til hlítar. Hafði ég ætlað mér að gera sérstaka ferð upp
í norðurhluta Copper River dalsins, þar sem þessi trjá-
tegund á að vaxa samkvæmt sögusögnum, en þar eð komið